Styrktarkvöldverður 21. mars 2015

Aðalfundur félagins verður haldin þann 21. mars n.k.  Að loknum aðalfundi verður haldin styrktarkvöldverður sem verður til styrktar fræðslumiðstöðvum sem Vinir Indlands eru að styrkja á Indlandi. Styktarkvöldverðurinn hefst kl. 19:00.  Á kvöldverðinum verður sagt frá verkefnum sem Vinir Indlands eru að styrka á Indlandi.  Vonandi getum við fengið einhvern af sjálfboðaliðunum sem voru nýverið á Indlandi til þess að segja okkur frá ferðum sinni til Indlands og störfum sínum á heimilum munaðarlausra barna sem styrktarforeldrar Vina Indlands eru að styrkja.  Verðið á kvöldverðinum verður 2.000 kr.

Aðalfundur Vina Indlands 2015

Hér með er boðað til aðalfundar Vina Indlands laugardaginn 21. mars næstkomandi kl. 17:00.  Fundurinn verður haldin í húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.  Á dagskrá verða öll venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, ársreikningar, kjör stjórnar og önnur mál.

Söfnun fyrir heimili munaðarlausra barna á Indlandi

Þórarinn Hjartarsson er á leið til Indlands aftur en hann fór sem sjálfboðaliði á vegum Vina Indlands árið 2012.  Hann vill styrkja enn frekar við þau heimili munaðarlausra barna sem hann kynntist þá auk annarra sem  og hefur hafið söfnun fyrir þau. Upplýsingar um þetta má finna á Facebook síðu hans Styrktarsíða fyrir heimili munaðarlausra  á Suður-Indlandi. Hver einasta króna sem hann safnar rennur beint til matarkaupa fyrir heimilin.  Söfnunin er gerð í samvinnu við Vini Indlands.  Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning nr 526 - 14- 603094 kt 440900-2750.  Frekari upplýsingar um heimilin sem ætlunin  er að styrkja er að finna á áðurnefndri fésbókarsíðu.

Góðar indverskar skáldsögur á íslensku

Bókamarkaður Félags bókaútgefanda verður haldin daganna 27. feb -15. mars n.k.  Af því tilefni má benda áhugafólki um Indland á nokkrar góðar indverkar skáldsögur sem komið hafa út á íslensku.  Bækurnar sem hér eru nefndar ættu að fást á bókamarkaðinum.  Allt eru þetta úrvals skáldsögur sem hægt er að mæla með.  Ef smellt er á einstaka titla hér fyrir neðan má lesa smá umfjöllun um einstaka bækur.

Guð hins smáa –Arundhati Roy - Forlagið 2002

Horfin arfleið – Kiran Desai - Múltikúlti 2013

Hvíti tígurinn – Aravind Adiga - JPV 2010

Til viðbótar mætti síðan nefna bók sem ætti að fást í bókabúðum eða bókasöfnum.

Miðnæturbörn – Salman Rushdie - Forlagið 2008

Sjálfboðaliðar á Indlandi

Núna í janúar eru 5 íslenskir sjálfboðaliðar að störfum í heimilum munaðarlausra barni á Indlandi sem studd eru í gegnum Vini Indlands.  Að lokinni mánðardvöl á Indlandi munu sjálfboðaliðarnir halda til Kenía og Tansaníu.  Ferð þeirra er skipulögð af Múltikúlti.

Styrktartónleikar 22. október í Sigurjónssafni

Árlegir styrktartónleikar Vina Indlands verða haldnir miðvikudaginn 22. október næstkomandi í Sigurjónssafni kl. 20:00.

Styrktartónleikarnir eru stærsta einstaka fjársöfnun félagsins en ágóði þeirra rennur óskiptur til verkenfa félagsins á Indlandi.  Því skiptir miklu að sem flestir velunnarar félagsins og barnanna í Tamil Nadu komi og njóti kvöldsins með okkur.  Á dagskránni er fjölbreytt tónlist, flutt af Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Jane Ade Sutarjo píanóleikara.  Þórunni Erlu Valdimarsdóttur rithöfundi ásamt Möggu Stínu og vinum hennar.

Allir listamennirnir gefa vinnu sína til styrktar starfinu.  Auk þess munu sjálfboðaliðar segja frá ferð sinni til Indlands í máli og myndum.

Miðaverð er 3000 kr. Miðar verða til sölu við innganginn í Sigurjónssafni tónleikakvöldið.

Einnig er hægt að styrkja félagið með því að leggja inn á reikning: 513-26-206035  kt: 440900-2750

Styrktarkvöldverður og minnum á aðalfundinn

Laugardaginn 27. september næstkomandi verður aðalfundur Vina kl 16:00 og má reikna með að hann standa í u.þ.b. klukkustund eða svo.

Um kvöldið eða kl.19 verður hins vegar styrktarkvöldverður þar sem boðið verður upp á girnilegan kvöldverð (sem hentar mun bæði kjötætum sem grænmetisætum) til styrktar verkefnum félagsins. Verð kvöldverðarins er 2.000 kr., ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest, í nýuppgerðu húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.

Sjálfboðaliðaferð til Indlands, Kenía og Tanzaníu

sjalfbodalidaferdir

Multikúlti mun standa fyrir sjálfboðaliðaferð sem sérstaklega er ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár.
Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði,
þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka þ.á.m. munu sjálfboðaliðarnir starfa á heimilum barna sem styrktarforeldrar Vina Indlands eru að styrkja.

Áður en lagt er af stað sækja sjálfboðaliðarnir 2 helgarnámskeið þar sem fræðst verður um verkefnin og grundvöll starfsins. Fyrra námskeiðið er opið kynningarnámskeið (næst helgina 27.-28. september) en það seinna aðeins með þátttakendum ferðarinnar.  Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Múltikúlti.

 

Aðalfundur Vina Indlands 2014

Aðalfundur Vina Indlands verður haldinn laugardaginn 27. september næstkomandi kl. 16:00 í nýju og glæsilegu húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3. Á dagskrá verða öll venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, ársreikningar, kjör stjórnar og önnur mál. Takið daginn frá kæru vinir!