Indiafarar

sjalfbodalidaferdir

ATH: Vegna Covid-19 er ekki boðið uppá  sjálfboðaliðaferðir núna.

Fjölmenningarmiðstöðin Múltíkúltí hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum fyrir ungt fólk. Um er að ræða 2ja mánaða ferð, dvalið er í tvo mánuði á Indlandi, í Kenía og Tansaníu. Næsta ferð verður væntanlega í janúar n.k.

Í ferðinni er lögð áhersla á að þátttakendur kynnast landi og þjóð um leið og þeir taka þátt í verkefnum Vina Indlands og Vina Kenía sem unnin eru í samvinnu við þarlenda sjálfboðaliða.

Á meðal verkefna sem unnin eru:

  • Aðstoð á barnaheimilum, leikskólum og kennslumiðstöðvum í Tamil Nadu í Suður-Indlandi.
  • Múrsteinagerð, ræktun grænmetis og kennsla í leik- og grunnskólum í Kenía og Tansaníu.
  • Eftirlit og aðhlynning með munaðarlausum börnum.
  • Aðstoð við kennslu s.s. ensku, landafræði, stærðfræði og á tölvur.
  • Jafningjafræðsla um HIV með ungum sjálfboðaliðum í Kenía.
 
Að auki verður fræðst um menningu hindúa á Indlandi, Serengeti þjóðgarðurinn í Tansaníu heimsóttur, siglt út á Viktoríuvatnið o.fl.
 
Sjálfboðliðarnir sitja margþætt námskeið, alls 30 klukkustundir, áður en lagt er af stað þar sem fræðst er um verkefnin og grundvöll starfsins.
Ferðin kostar ------ krónur og felur sú greiðsla í sér 2 námskeið og aðra undirbúningsfundi sem nauðsynlegir eru vegna ferðarinnar, flugferðir, gistingu, akstur til og frá helstu stöðum þar sem unnið er að verkefnum, vegabréfsáritanir til Indlands, Kenía og Tansaníu, morgunverð þegar gist er á hótelum, mat á stöðum þar sem verkefnin eru unnin, inngangseyri fyrir þjóðgarð og bátsferð á Viktoríuvatnið. Auk þess leggur Múltikúlti til tengingar við samstarfsaðila í Indlandi, Kenía og Tansaníu og aðkomu að verkefnum þar.
 Ekki er innifalið: Bólusetning, matur í fríum (utan morgunverðar á hótelum), aðrar samgöngur, vasapeningar.
Ef þátttakandi óskar eftir að hætta í miðri ferð mun Múltíkúltí endurgreiða það sem hægt er, þ. e. þann kostnað sem ekki hefur þegar verið ráðstafað og aðstoða þátttakanda við að sækja útlagðan kostnað eins og hægt er, breyta flugferðum og komast heim.

Þátttakandi verður sjálfir að tryggja sig í ferðinni óski þeir þess, s.s. slysa, sjúkra og farangurstryggingar umfram þá lágmarktryggingu sem greiðslukortafyrirtæki v. kaupa á farmiða veitir.

Nánari upplýsingar: kjartan@islandia.is og sol@islandia.is