Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2013

Kathak dans í Listasafni Sigurjóns á föstudaginn 23. ágúst

kathak_sigurjonssafn

Föstudagskvöldið 23. ágúst kl. 20:00 er gestum boðið að koma á kynningu á þessari fornu norður indversku danslist í Listasafni Sigurjóns. Þar mun Pragati Sood kynna Kathak dansinn ásamt tónlistarhópi sínum.

Pragati Sood er afar þekkt í heimalandi sínu og víða um Evrópu fyrir indverskan Kathak dans. Pragati Sood kemur hingað ásamt tónlistarhópi sínum úr Evrópureisu þar sem hún hefur sýnt listir sínar við afar góðan orðstír. Pragati Sood er sérlegur gestur Menningarnætur og mun dansa fyrir gesti Menningarnætur í Hörpunni á laugardag, en hún er hingað komin í boði Indverska sendiráðsins, Reykjavíkurborgar og Vina Indlands.

Inngangseyrir er 1500,- sem renna til verkefna Vina Indlands

Kathak er ein af átta fornum Indverskum danshefðum. Dansinn kemur upprunalega frá hirðingjum á Norður Indlandi sem voru kallaðir Kathakars eða sögumenn. Dansarar segja því ákveðna sögu með hverjum dansi.

Hér má sjá Pragati Sood í einu dansatriða sinna.