Það verður mikið um að vera daganna 10 til 17 maí. Indverska sendiráðið stendur fyrir ýmsum viðburðum næstu daga. Pragadi Sood Anand sem er klassískur indverskur dansari mun sýna indverska Kathek dansa m.a. á Fjölmenningardeginum í Reykjavík og Kópavogi auk þess sem hún mun hún vera með danskennsku á Nordica Spa. Á veitingastaðnum Vox mun indversk matargerð vera höfð í hávegum enda indverskur kokkur fengin til þess að vera í eldhúsinu þessa daga. Síðast en ekki síst þá verður vinnustofa í Ayurveda meðferðum (Workshop - Ayurveda Medicine Methods & more) sem Dr. Chandrasekharan Nair mun halda á Nordica Spa. En Dr. Chandrasekharan Mair er indverskur Ayurveda læknir. En Ayurveda meðferðir eru ævafornt indverskar lækningakerfi sem þróaðist á Indlandi fyrir um 5-6000 árum. Ayurveda stendur fyrir "vísindilífsins". Áhersla Ayurveda er að koma jafnvægi á starfsemi líkamans með réttu mataræði, þjálfun og hreinsun líkamans. Íslendingum gefst einnig kostur á því að panta sér einkaráðgjöf hjá hjá honum þar sem hann metur líkamsástand viðkomandi og leggur til meðferðir. Það er ekki á hverjum degi sem íslendingum gefst kostur á að kynna sér Auyrveda frá fyrstu hendi.