Indlandsferðir

Vinir Indlands stóð fyrir ferð til Indlands í janúar 2013, þar sem vinir og velunnarar félagsins nutu indverskrar menningar og kynntust starfi Vina Indlands. Í þeirri ferð heimsótti hópurinn m.a. barnaheimili sem félagið styrkir.

Félagið stendur ekki fyrir reglulegum ferðum af þessu tagi en framtíðin er óráðin og aldrei að vita nema slíkt verði gert aftur ef áhugi er fyrir hendi.   Þess má geta að áhugi er fyrir því að fara í ferð til Indlands sumarið 2015 en ekkert hefur verið ákveðið ennþá í því efni.  Ef einhver hefur áhuga á því að slást í slíka hópferð þá vinsamlegast sendið póst á postur(hjá)vinirindlands.is og verður þá haft samband ef af slíkri ferð verður.

Þess má geta að Múltikúlti stendur fyrir reglulegum sjálfboðaliðaferðum fyrir ungt fólk til Indlands, Kenía og Tansaníu, í samstarfi við Vini Indlands og Vini Kenía . Um þær má lesa hér.