Sunna örlánasjóður

SUNNA er örlánasjóður stofnaður árið 2016 í samstarfi við Vini Indlands og heimamenn í Indlandi til þess að veita örlán til sjálfshjálpar. Veitt hafa verið yfir 300 lán á síðustu 12 mánuðum og dæmi eru um að margir lántakendur hafi náð að tvöfalda (og jafnvel þrefalda) mánaðartekjur sínar með kaupum á geitum, saumavélum og ýmsum atvinnutækjum og er því um raunverulega og varanlega bætingu lífskjara að ræða! Markmiðið að veita um 600 ný lán á næstu 12 mánuðum en til þess þurfum við þína hjálp til að stækka sjóðinn. Sjálfboðaliðarnir sem vinna að framkvæmdinni í Indlandi eru algjörir snillingar og 100% af öllum framlögum skilar sér á leiðarenda þar sem allt starf sjóðsins er unnið í sjálfboðastarfi og á mjög gagnsæan hátt. Svo skemmir ekki fyrir að þegar hvert lán er greitt til baka í sjóðinn er hægt að endurvinna framlagið til að hjálpa nýjum einstaklingi og þess vegna er hægt að veita 50 ný lán í hverjum mánuði um alla eilíft svo lengi sem lántakendurnir halda áfram að endurgreiða lánin sín. Nánari upplýsingar á heimasíðu sjóðsins: https://projectsunna.wordpress.com/how/