Góðvinur okkar hann Michael Joseph sem hefur starfað með okkur í Vinum Indlands frá upphafi mun dvelja hér frá 19- 26 feb. Hann er að koma í þriðju heimsókn sína hingað og hlakkar til að hitta sem flesta af gömlum vinum, sjálfboðaliðum og styrktarforeldrum.
Við ætlum að bjóða hann velkominn með grand dinner í Múltíkúltí laugardaginn 20. feb. kl. 18:30. Matseðillinn verður fjölbreyttur enda maturinn búinn til af mörgum. Þar munu grænmetisætur og aðrir finna eitthvað við sitt hæfi. Verðinu er stillt í hóf, en máltíðin kostar 1.500 kr. sem renna mun beint til verkefna Vina Indlands.
Við hvetjum styrktarforeldra barna í Indlandi sérstaklega til að koma og hitta Michael en hann þekkir best til barnanna okkar úti. Ef einhver kemst ekki þetta kvöld, má líka hafa samband og finna tíma síðar. Michael leggur mikla áherslu á að fá að hitta sem flesta. Sjálfboðaliða, styrktarforeldra og alla hina.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.