Pasum Kudil

Vinir Indlands styðja við stúlknahemiili sem staðsett er í Pasum Kudil í héraði Ramanatapuram. Heimilið er stofnað og rekið af Chinnamatathu og konu hans Rexline, en þau stofnuðu það fyrir eigið sparifé. Chinnamarathu og Rexline eru ekki af ríku fólki komin en þeim rann til rifja aðstæður stúlkubarna í nágrenninu og leggja að leggja á sig ómælda vinnu til að bæta aðstæður þeirra.

Íslenskir sjálfboðaliðar sem unnu hafa á heimilinu hafa borið því vel söguna. Mikil þörf er á þessu svæði fyrir svona heimili þar sem engin slík eru í nágrenninu.

Hægt er að gerast styrktarforeldri stúlku á heimilinu í Pasum Kudil heimilinu í Ramanatapuram eða styrkja heimilið með eingreiðslu sem greiða má inn á bankareikning: 0513-26-403002 kennitala 440900-2750.

Nánari upplýsingar um heimilið á ensku.

Ef þú vilt styrkja stúlku á Pasum Kudil heimilinu í Ramanatapuram en hefur áhuga á því að fá frekari upplýsingar - hafðu þá samband við Sólveigu - sol (hjá) islandia.is