Greinasafn fyrir flokkinn: Heimili barna

Sjálfboðaliðaferðir 2019

Múltikúlti hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum til Indlands, Kenía og Tansaníu og verður boðið upp á slíkar ferðir 2019. Ferðirnar eru ætlaðar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára, geta verið frá 3 vikum upp í 2 mánuði, ýmist í einu þessara landa eða þeim öllum og eru hóparnir frá 3 til 10 manns. Verkefnin geta verið af ýmsum toga, aðstoð á leikskólum og skólum, vinna í fræðslustarfi með sjálfboðaliðum á staðnum, auk ýmissa tilfallandi verkefna sem tengjast heilbrigðismálum o.fl. Þá kynnast þátttakendur menningu þjóðanna í gegnum heimsókn, t.d. í þjóðgarð í Kenía eða Tansaníu og hof á Indlandi, eiga kost á ýmissi afþreyingu, eins og kajakferðum á Viktoríuvatni, auk þess að kynnast daglegu lífi heimamanna í gegnum samstarfið.

Þátttakendur sitja undirbúningsfundi og -námskeið hérna heima, alls 30 klukkustundir, áður en lagt er af stað.

Fyrirhugaðir eru þrír brottfarartímar á árinu 2019, um miðjan janúar, miðjan júní og byrjun september.

Nánari upplýsingar: 8471703 (Særún) eða multikultiferdir@gmail.com

Næsta ferð sjálfboðaliða til Indlands sumarið 2015

Fjölmenningarmiðstöðin Múltíkúltí hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum fyrir ungt fólk. Um er að ræða 2ja mánaða ferð, dvalið er í tvo mánuði á Indlandi, í Kenía og Tansaníu. Næsta ferð verður farin um miðjan júní2015.

Í ferðinni er lögð áhersla á að þátttakendur kynnast landi og þjóð um leið og þeir taka þátt í verkefnum Vina Indlands og Vina Kenía sem unnin eru í samvinnu við þarlenda sjálfboðaliða. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíða Múltikúlti.

Auk þess sem nánari Nánari upplýsingar um ferðina má fá með því að senda tölvupóst á: kjartan@islandia.is og sol@islandia.is

Ferðir sjálfboðaliða á Indlandi

Undanfarið hafa tveir íslenskir sjálfboðaliðar verið við störf á heimilum munaðarlausra barna sem sum hver hafa notuð stuðnings frá styrktarforeldri á vegum Vina Indlands.  Agnes Þorkelsdóttir hefur verið að vinna á heimilinu í Salem sem notuð hefur stuðnings Vina Indlands í nokkur ár.  Þórarinn Hjartarsson er einnig á Indlandi og hefur hann farið á milli 5 heimili og veitt þeim góðan stuðnings.  Um ferð Þórarins má lesa á síðu á Facebook sem heitir Styrktarsíða fyrir heimili munaðarlausa á Suður Indlandi.

Söfnun fyrir heimili munaðarlausra barna á Indlandi

Þórarinn Hjartarsson er á leið til Indlands aftur en hann fór sem sjálfboðaliði á vegum Vina Indlands árið 2012.  Hann vill styrkja enn frekar við þau heimili munaðarlausra barna sem hann kynntist þá auk annarra sem  og hefur hafið söfnun fyrir þau. Upplýsingar um þetta má finna á Facebook síðu hans Styrktarsíða fyrir heimili munaðarlausra  á Suður-Indlandi. Hver einasta króna sem hann safnar rennur beint til matarkaupa fyrir heimilin.  Söfnunin er gerð í samvinnu við Vini Indlands.  Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning nr 526 - 14- 603094 kt 440900-2750.  Frekari upplýsingar um heimilin sem ætlunin  er að styrkja er að finna á áðurnefndri fésbókarsíðu.

Sjálfboðaliðar á Indlandi

Núna í janúar eru 5 íslenskir sjálfboðaliðar að störfum í heimilum munaðarlausra barni á Indlandi sem studd eru í gegnum Vini Indlands.  Að lokinni mánðardvöl á Indlandi munu sjálfboðaliðarnir halda til Kenía og Tansaníu.  Ferð þeirra er skipulögð af Múltikúlti.

Sjálfboðaliðaferð til Indlands, Kenía og Tanzaníu

sjalfbodalidaferdir

Multikúlti mun standa fyrir sjálfboðaliðaferð sem sérstaklega er ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár.
Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði,
þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka þ.á.m. munu sjálfboðaliðarnir starfa á heimilum barna sem styrktarforeldrar Vina Indlands eru að styrkja.

Áður en lagt er af stað sækja sjálfboðaliðarnir 2 helgarnámskeið þar sem fræðst verður um verkefnin og grundvöll starfsins. Fyrra námskeiðið er opið kynningarnámskeið (næst helgina 27.-28. september) en það seinna aðeins með þátttakendum ferðarinnar.  Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Múltikúlti.

 

Allsherjar netfundur með samstarfsaðilum

Næstkomandi laugardag 5. júlí mun verða haldin fjögurra landa vídeó fjarfundur með samstarfsfélögum okkar í IHA í Indlandi, Kenía og Tansaníu. Á fundinum verður m.a. rætt um stöðu allra verkefna og heimila barna sem Vinir Indlands eru að styrkja.  Fundurinn verður í Múltíkúltí Barónsstíg 3 kl. ellefu á laugardag og eru allir áhugasamir um starfið okkar velkomnir.

Sjálfboðaliðaferð í júlí – ágúst 2014

Múltikúlti mun standa fyrir sjálfboðaliðaferð sem er sérstaklega ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár.
Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði, þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka sem starfa innan IHA (International Humanist Alliance).  Á Indlandi munu sjálfboðaliðarnir m.a. vinna á heimilum fyrir munaðarlaus börn sem styrkt eru í gegnum Vini Indlands.  Nánari upplýsingar eru að finna á vef Múltikúlti.  Skráning hjá kjartan@islandia.is (s. 8996570)

Hér er hægt að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða til Indands og Kenía í janúar og febrúar 2014:

http://gudruneydis.wordpress.com/

http://annaihjalparstarfi.blogspot.com/