Sjálfboðaliðaferð í júlí – ágúst 2014

Múltikúlti mun standa fyrir sjálfboðaliðaferð sem er sérstaklega ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár.
Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði, þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka sem starfa innan IHA (International Humanist Alliance).  Á Indlandi munu sjálfboðaliðarnir m.a. vinna á heimilum fyrir munaðarlaus börn sem styrkt eru í gegnum Vini Indlands.  Nánari upplýsingar eru að finna á vef Múltikúlti.  Skráning hjá kjartan@islandia.is (s. 8996570)

Hér er hægt að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða til Indands og Kenía í janúar og febrúar 2014:

http://gudruneydis.wordpress.com/

http://annaihjalparstarfi.blogspot.com/