Allt á floti

Það óhapp varð þann 3. mars sl., þegar verið var að grafa fyrir húsgrunni í nágrenni menningarmiðstöðvarinnar Múltikúlti að Barónsstíg 3 að grafa reif upp lagnir með þeim afleiðingum að heitavatnslögn inn í húsnæði Múltikúlti fór í sundur.  En Vinir Indlands hafa aðsetur í þessu húsnæði.  Það þarf varla að fjölyrða um afleiðingarnar þess þegar 5 cm djúpt sjóðandi heitt vatn flýtur um allt húsnæðið með tilheyrandi gufusuðu.  Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu og innbúi.  Félagið Vinir Indlands varð hins vegar ekki fyrir miklu tjóni í þessum hamförum.  Enda hefur starf félagsins gengið út á annað en það að félagið hafi verið að safna að sér veraldlegum munum.