Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2015

Flóð og mikið tjón á Suður Indlandi

Það er ekki bara vont veður á Íslandi.  Núna undanfarið hafa verið gífurlega miklar rigningar á Suður Indlandi sem leitt hafa til mikils tjóns og mannsskaða.  Ástandið er sérstaklega slæmt í Chennai og á svæðinu fyrir sunnan borginni.  Nokkur af þeim heimilum munaðarlausra barna og þær kennslumiðstöðvum sem studd hafa verið af íslenskum styrkarforeldrum í gegnum Vini Indlands hafa orðið fyrir skaða af þessum sökum.  Þeir sem búið hafa nálagt ströndinni og nálægt árfarvegum hafa orðið verst úti.  Samstarfsaðilar okkar í Chennai á Indlandi þurfa núna á hjálp að halda.  Þeir sem sjá sér fært um að styrkja þetta málefni þá má benda á reikning félagsins: 0513-26-206035 kt. 440900-2750 setjið "Chennai" í skýringuna á færslunni.

Indversku litlu jólin (eða Diwali)

Vinir Indlands bjóða þér að njóta með sér kvöldverðar og skemmtunar sunnudaginn 6. desember, kl. 19:00 að Barónsstíg 3, Reykjavík.  Við bjóðum upp á góðan ilmandi indverskan mat.  Við munum heyra frá nýju verkefni sem félagið styður, en það fjallar um að aðstoða konur og börn úr þrælahaldi og byggja upp að nýju til samfélagsþátttöku.  Anna Lára Steindal les upp úr bók sinni Undir fíkjutré, sem fjallar um flóttamann sem sest að hér á landi.  Á staðnum verður lítill markaður með indverskum vörum.
Verð fyrir mat er 2500,- ekkert fyrir börn undir 12 ára. Allur ágóði rennur til verkefnis Rural Women Development Trust á Indlandi sem kynnt verður á kvöldverðinum.