Þórarinn Hjartarsson er á leið til Indlands aftur en hann fór sem sjálfboðaliði á vegum Vina Indlands árið 2012. Hann vill styrkja enn frekar við þau heimili munaðarlausra barna sem hann kynntist þá auk annarra sem og hefur hafið söfnun fyrir þau. Upplýsingar um þetta má finna á Facebook síðu hans Styrktarsíða fyrir heimili munaðarlausra á Suður-Indlandi. Hver einasta króna sem hann safnar rennur beint til matarkaupa fyrir heimilin. Söfnunin er gerð í samvinnu við Vini Indlands. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning nr 526 - 14- 603094 kt 440900-2750. Frekari upplýsingar um heimilin sem ætlunin er að styrkja er að finna á áðurnefndri fésbókarsíðu.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2015
Góðar indverskar skáldsögur á íslensku
Bókamarkaður Félags bókaútgefanda verður haldin daganna 27. feb -15. mars n.k. Af því tilefni má benda áhugafólki um Indland á nokkrar góðar indverkar skáldsögur sem komið hafa út á íslensku. Bækurnar sem hér eru nefndar ættu að fást á bókamarkaðinum. Allt eru þetta úrvals skáldsögur sem hægt er að mæla með. Ef smellt er á einstaka titla hér fyrir neðan má lesa smá umfjöllun um einstaka bækur.
Guð hins smáa –Arundhati Roy - Forlagið 2002
Horfin arfleið – Kiran Desai - Múltikúlti 2013
Hvíti tígurinn – Aravind Adiga - JPV 2010
Til viðbótar mætti síðan nefna bók sem ætti að fást í bókabúðum eða bókasöfnum.