Góðar indverskar skáldsögur á íslensku

Bókamarkaður Félags bókaútgefanda verður haldin daganna 27. feb -15. mars n.k.  Af því tilefni má benda áhugafólki um Indland á nokkrar góðar indverkar skáldsögur sem komið hafa út á íslensku.  Bækurnar sem hér eru nefndar ættu að fást á bókamarkaðinum.  Allt eru þetta úrvals skáldsögur sem hægt er að mæla með.  Ef smellt er á einstaka titla hér fyrir neðan má lesa smá umfjöllun um einstaka bækur.

Guð hins smáa –Arundhati Roy - Forlagið 2002

Horfin arfleið – Kiran Desai - Múltikúlti 2013

Hvíti tígurinn – Aravind Adiga - JPV 2010

Til viðbótar mætti síðan nefna bók sem ætti að fást í bókabúðum eða bókasöfnum.

Miðnæturbörn – Salman Rushdie - Forlagið 2008