Greinasafn fyrir flokkinn: Fjáröflun

Diwali kvöldverður

Indverska Diwali hátíðin er fjögurra daga ljósahátíð og eins og á öllum góðum hátíðum er fagnað með góðum mat. Það ætlum við einnig að gera og bjóðum öllum að taka þátt meðan húsrúm leyfir þann 26. október kl. 19:00, að Barónsstíg 3.
Á matseðlinum verða girnilegir indverskri réttir bæði vegan og kjöt. Síðan ætlar hún Dísa Guðmunds hönnuður og eigandi verslunarinnar DisDis að segja okkur frá lífinu í Indlandi en hún bjó fjölmörg ár í Pondicherry.

Verð fyrir mat er 3500 kr. en frítt fyrir börn yngri en 10 ára. söfnunarfé rennur til verkefna Vina Indlands.

Þeim sem vilja styrkja verkefnin en komast ekki á hátíðina er bent á reikninga félagsins.

Reikningur félagsins er 0582-26-6030
Kennitala: 440900-2750

Indverskur kvöldverður 9. feb.

Þann 9. febrúar kl. 19:00 verður blásið til kvöldverðar, í Múltikúlti, Barónsstíg 3, til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni ætlum við að kynna í máli og myndum eitt af þeim stórkostlegu verkefnum sem félagið hefur verið svo heppið að fá að taka þátt í. Það er Sunnusjóðurinn (Sunna Micro loan project) sem hefur lánað fé til 500 kvenna til atvinnusköpunar í Suður Indlandi. Árangurinn er stórkostlegur. Komið og snæðið með okkur góðan mat og hlustum saman á Kristrúnu forsvarskonu verkefnisins segja frá árangrinum, sýna myndir og segja sögur kvennanna.

Allur ágóði kvöldverðarins rennur til Sunnu-sjóðsins.

Maturinn kostar 3000 kr., og samanstendur af indverskum réttum á hlaðborði, bæði fyrir grænkera og hina. Við munum setja inn matseðillinn þegar nær dregur.

Drykkjarföngin eru úr Gvendarbrunni en það má líka taka með sér önnur drykkjarföng 😉

Krakkar undir 10 ára borða frítt enda markmiðið að búa til sannkallaða fjölskyldustemningu.

Ungur gítarleikari úr FÍH mun spila fyrir okkur á undan kynningunni.

Húsnæðið okkar tekur um 50-60 manns. Svo reglan fyrstur kemur fyrstur fær gildir. Það má líka tilkynna hér hverjir ætla örugglega að koma og við getum tekið frá sæti. Hlökkum óheyrilega til að sjá ykkur.

Indverskur kvöldverður 3. nóvember 2018

Laugardagskvöldið 3. nóvember n.k. kl. 19:00 munum við bera fram fjölmarga gómsæta indverska rétti við allra hæfi, í húsnæði Múltikúlti Barónsstíg 3. Verðið er 3000 kr. Frítt fyrir börn 6 ára og yngri. Allt fé rennur til jólahalds á heimilunum sem við styðjum í Tamil Nadu. Hlökkum til að sjá ykkur. Opið meðan húsrúm leyfir.

Við bjóðum upp á gómsætan indverskan kvöldverð til styrktar fyrir heimilin okkar í suður Indlandi. Við ætlum að elda vegan og non vegan útgáfu af indverskum hátíðarréttum enda "veganið" fundið upp í Indlandi.

Inverskur kvöldverður 14. apríl n.k.

Við bjóðum upp á gómsætan indverskan kvöldverð til styrktar menntun barnanna okkar í suður Indlandi, en í 17 ár hefur félagið greitt skólagjöld fyrir allt að 600 börn í Tamil Nadu. Það ætlum við að gera aftur í ár, vonandi með góðri hjálp frá ykkur.
Laugardagskvöldið 14. apríl kl. 19:00 munum við bera fram fjölmarga gómsæta indverska rétti við allra hæfi, í húsnæði Múltikúlti Barónsstíg 3. Verðið er 3000 kr.

Indverskur kvöldverður 18. nóvember

Þann 18.nóvember næstkomandi ætlum við að bjóða vinum og velunnurum okkar upp á indverskan kvöldverð í anda Diwali hátíðarinnar. Við hittumst í Múltíkúltí Barónsstíg 3, laugardaginn 18. nóv. kl. 19:00. Kvöldverðurinn mun kosta 2.000 kr., en börn yngri en tólf ára fá frítt. Sýndar verða myndir frá síðustu Indlandsferð eftir matinn og boðið upp á ekta Masala te og indversk nammi.
Andvirði kvöldverðarins rennur óskiptur til verkefna á Indland nú fyrir jólin.

Kvöldverður hjá Vinum Indlands 3. des. 2016

Við ætlum að snæða saman á laugardagskvöldið gómsætan mat í indverskum stíl. Verð fyrir matinn er 2500,- en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Allur ágóði rennur til menntaverkefnis Vina Indlands.

Yfir matnum munum við kynna ferð sem farin verður til Indlands í ágúst 2017 og starf Vina Indlands.

Kvöldverður hjá Vinum Indlands 1. okt. 2016

Eins og áður hefur verið auglýsti þá mun, fyrsta laugardag í mánuði, verður boðið upp á gómsætan kvöldverð og skemmtun í húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.  Annar kvöldverðurinn í vetur verður haldin laugardaginn 1. október kl. 19:00.