Styrkur til Sunnu

Í dag var brotið blað í sögu Vina Indlands. Í fyrsta sinn í yfir 20 ára starfi félagsins var skrifað undir samning við utanríkisráðuneytið þar sem kveðið er á um styrk til þróunarsamvinnu að upphæð 4ra milljóna króna.
Styrkurinn er veittur til örlána verkefnisins Sunnu sem veitir lán til sjálfshjálpar jaðarhópa í Tamil Nadu í samvinnu við Action India Charitible Fund.
Félagið mun leggja til eina milljón til verkefnisins en styrkurinn frá utanríkisráðuneytinu mun gera okkur mögulegt að stækka verkefnið umtalsvert á næstu tveimur árum og fjölga lánum til einstaklinga.
Eftir stækkunina (sem jafngildir rúmlega þreföldun) getur sjóðurinn veitt allt að 1,000 ný lán á ári - ekki bara árið 2020 heldur hvert ár héðan í frá - svo lengi sem endurgreiðslur lána haldast 100%

Á myndinni eru Villhjálmur Wium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu hjá utanríkisráðuneytinu, Kristrún Gunnarsdóttir ráðgjafi og Sólveig Jónasdóttir formaður Vina Indlands