Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2015

Söfnun Þórarins fyrir heimili munaðarlausra á Indlandi

Við viljum vekja athygli á söfnun Þórarins fyrir heimili munaðarlausra á Indlandi.  Viðtal var við Þórarinn í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í vikunni og er hægt að sjá þá umfjöllun hér.  Einnig var viðtal við Þórarinn í þætti Sirrýar á Rás 2 í Ríkisútvarpinu á síðasta sunnudag.  Báðar þessar umfjallanir hafa vakið góða athygli á söfnuninni.

Þeim sem vilja styrkja þessa söfnun er bent á reikningsnúmer söfnunarinnar sem er nr.: 526 - 14- 603094 kt 440900-2750.

Allt starf í Vinum Indlands er unnið í sjálfboðavinnu og hefur félagið engan skrifstofukostnað. Allt styrktarfé sem safnast í þessari söfnun mun því renna óskipt til heimilanna á Indlandi.

Styrktarkvöldverður 21. mars 2015

Aðalfundur félagins verður haldin þann 21. mars n.k.  Að loknum aðalfundi verður haldin styrktarkvöldverður sem verður til styrktar fræðslumiðstöðvum sem Vinir Indlands eru að styrkja á Indlandi. Styktarkvöldverðurinn hefst kl. 19:00.  Á kvöldverðinum verður sagt frá verkefnum sem Vinir Indlands eru að styrka á Indlandi.  Vonandi getum við fengið einhvern af sjálfboðaliðunum sem voru nýverið á Indlandi til þess að segja okkur frá ferðum sinni til Indlands og störfum sínum á heimilum munaðarlausra barna sem styrktarforeldrar Vina Indlands eru að styrkja.  Verðið á kvöldverðinum verður 2.000 kr.

Aðalfundur Vina Indlands 2015

Hér með er boðað til aðalfundar Vina Indlands laugardaginn 21. mars næstkomandi kl. 17:00.  Fundurinn verður haldin í húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.  Á dagskrá verða öll venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, ársreikningar, kjör stjórnar og önnur mál.