Þann 18.nóvember næstkomandi ætlum við að bjóða vinum og velunnurum okkar upp á indverskan kvöldverð í anda Diwali hátíðarinnar. Við hittumst í Múltíkúltí Barónsstíg 3, laugardaginn 18. nóv. kl. 19:00. Kvöldverðurinn mun kosta 2.000 kr., en börn yngri en tólf ára fá frítt. Sýndar verða myndir frá síðustu Indlandsferð eftir matinn og boðið upp á ekta Masala te og indversk nammi.
Andvirði kvöldverðarins rennur óskiptur til verkefna á Indland nú fyrir jólin.