Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2019

Forseti Indlands í heimsókn til Íslands

Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er væntanlegur hingað til lands í opinbera heimsókn í boði forseta Íslands dagana 10. og 11. september nk. en þetta er þetta fyrsta heimsókn forseta Indlands til norræns ríkis. Hann mun flytja erindi í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands þriðjudaginn 10. september kl. 11.45. Yfirskrift erindis forseta Indlands í Háskóla Íslands er „Indland og Ísland fyrir græna plánetu“ (India-Iceland for a Green Planet). 

Shri Ram Nath Kovind var kjörinn forseti Indlands árið 2017 og er fjórtándi forseti landsins. Hann var ríkisstjóri í héraðinu Bihar 2015-2017 og þingmaður í efri deild indverska þingsins á árunum 1994-2006. Forsetinn er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur áður enn hann hóf afskipti af stjórnmálum fyrir aldarfjórðungi.

Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands, kynnir forseta Indlands og Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands Iceland, flytur lokaorð.

Erindið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Við hvetjum áhugafólk um Indland til þess að mæta á erindið.