Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2016

Kvöldverður hjá Vinum Indlands 1. okt. 2016

Eins og áður hefur verið auglýsti þá mun, fyrsta laugardag í mánuði, verður boðið upp á gómsætan kvöldverð og skemmtun í húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.  Annar kvöldverðurinn í vetur verður haldin laugardaginn 1. október kl. 19:00.

Námskeið – Indland – spennandi saga í 5000 ár.

Seinnipartin í nóvember n.k. mun Illugi Jökulsson halda námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands um sögu Indlands.

Námskeiðið er ætlað fróðleiksfúsum almenningi, sem hefur ekki endilega fyrirfram mikla þekkingu á indverskri sögu, en langar að bæta úr því. Saga landsins spannar langan tíma, glæst stórveldi, mikla niðurlægingu, trúarleiðtoga, herforingja, kónga, drottningar og keisara, og þegar námskeiðinu lýkur á fólk að hafa ágæta mynd af þessari einstaklega litríku sögu.  Nánri upplýsingar um þetta áhugaverða námskeið má finna á heimasíðu Endurmenntunar HÍ.

Kynning á sjálfboðaliðaferðum Múltikúlti 2017

sjalfbodalidaferdir

Sunnudaginn 25. september, á milli 14:00 og 16:00, verður opið hús í Múltikúlti, Barónsstíg 3, þar sem kynntar verða fyrirhugaðar sjálfboðaliðaferðir á árinu 2017. Allir áhugasamir velkomnir.  Einn af möguleikunum sem kynntir verða eru sjálfboðaliðaferðir til þess að vinna á heimilum munaðarlausra barna sem styrktarforeldrar styrkja í gegnum Vini Indlands.  Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðaferðirnar má finna á heimasíðu Múltikúlti.