Námskeið – Indland – spennandi saga í 5000 ár.

Seinnipartin í nóvember n.k. mun Illugi Jökulsson halda námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands um sögu Indlands.

Námskeiðið er ætlað fróðleiksfúsum almenningi, sem hefur ekki endilega fyrirfram mikla þekkingu á indverskri sögu, en langar að bæta úr því. Saga landsins spannar langan tíma, glæst stórveldi, mikla niðurlægingu, trúarleiðtoga, herforingja, kónga, drottningar og keisara, og þegar námskeiðinu lýkur á fólk að hafa ágæta mynd af þessari einstaklega litríku sögu.  Nánri upplýsingar um þetta áhugaverða námskeið má finna á heimasíðu Endurmenntunar HÍ.