Tónleikar til styrktar Vinum Indlands verða haldnir kl. 22:00 þann 9. júli n.k. á Café Rosenberg, Klappastíg 25-27. Nánari upplýsingar eru að finna á Facebook síðu viðburðarins.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2016
Reykjavíkurmaraþon 2016
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið þann 22. ágúst n.k. Væri ekki tilvalið að hlaupa fyrir Vina Indlands í Reykjavíkurmarathoninu? Allt fé sem félagið mun fá frá Reykjavíkurmaraþon mun fara óskipt til góðra málefna á Indlandi. Nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon eru að finna hér.
Sjálfboðaliðanámskeið – helgina 21-22 maí
Helgina 21. og 22. maí verður sjálfboðaliðanámskeið hjá Múltikúlti frá kl. 10:00 til 14:00 báða dagana. Farið verður yfir hugmyndfræðina á bak við starfið, kynnt verður starfsemi félaganna Vinir Indlands og Vinir Kenía auk þess sem fjallað verður um fyrirhugaða sjálfboðaliðaferð Múltikúlti í sumar (sjá www.multikulti.is).
Verð: 10.000 (dregst frá heildarkostnaði sjálfboðaliða sem fara út í sumar)
Aðalfundur Vina Indlands
Aðalfundur Vina Indlands verður haldin sunnudaginn 15. maí kl. 14:00 í húsnæði Múltikúlti að Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf.