Lög félagsins

I. Nafn og aðild

1. Félagið heitir Vinir Indlands.  Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. Félagið er opið öllum þeim einstaklingum hér á landi, sem vilja vinna að markmiðum þess, sbr. ákvæði II. kafla.  Allir þeir sem taka þátt í starfsemi félagsins með fjár- og vinnuframlagi teljast félagsmenn með rétt til setu á aðalfundum.

II. Markmið og verkefni

3. Markmið félagsins er að styðja fjárhags og félagslega illa statt fólk  til sjálfsbjargar á Indlandi sérstaklega þó að gefa efnalitlum börnum kost á betri framtíð með því að styrkja þau til mennta, jafnframt því að styðja við rekstur heimilis fyrir munaðarlaus börn.  Félagið hefur það að markmið að styrkja aðallega verkefni sem eru stjórnað af indverjum og kostuð af þeim að hluta.

Það er markmið félagsins að vinna að verkefnum á Indlandi í gegnum tengslanet sjálfboðaliða International Humanist Alliance til þess að tryggja að samstarfsaðilar félagsins á Indlandi séu áreiðan­legir og vinni  sjálfboðaliðastörf sín af sambærilegri  hugsjón og Vinir Indlands.

Markmiðum félagsins verður náð með beinum fjárframlögum og óbeinum stuðningi s.s. með þátttöku íslenskra sjálfboðaliða á Indlandi og Íslandi.

III. Stjórn og starfsemi

4. Í stjórn félagsins sitja þrír stjórnarmenn auk varamanns, sem kjörnin er á aðalfundi skv. 11. grein. Formaður skal kjörinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi.  Stjórn skal sjálf skipta með sér verkum og velja ritara og gjaldkera.

5. Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda.  Hún skal koma saman til fundar eftir því sem þörf krefur.  Formaður skal boða stjórnarfundi og skal fundarboð sent stjórnarmönnum með viku fyrirvara nema brýna nauðsyn beri til annars.  Fari einhver stjórnarmanna fram á fund skal orðið við beini hans og fundur boðaður eins fljótt og auðið er.

6. Stjórn er ákvörðunarbær ef að minnsta kosti 3 stjórnarmenn sitja fund.  Við ákvrðanatöku gildir einfaldur meirihluti.  Falli atkvæði jafnt ræður atkvæði formanns úrslitum.

7. Stjórn félagsins getur boðað til almennra félagsfunda svo oft sem þörf krefur.  Komi fram krafa um fund frá að minnsta kosti 10 félagsmönnum skal stjórn boða til fundar eins fljótt og auðið er.  Almennir stjórnarfundir geta ályktað í nafni félagsins um málefni sem tengjast markmiðum þess.

IV. Aðalfundur

8. Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en 30 apríl ár hvert. Boða skal til aðalfundar á tryggilegan hátt með tilkynningu til allra félagsmanna með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara.  Dagskrá skal fylgja aðalfundarboði auk tillagna til lagabreytinga ef einhverjar eru.  Aðalfundur er lögmætur og ákvörðunarbær et til hans er boðað í samræmi við lög félagsins.

9. Sérhver félagsmaður hefur eitt atkvæði.

10. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar
  3. Kosning formanns, 6 stjórnarmanna og tveggja endurskoðenda.
  4. Lagabreytingar
  5. Önnur mál.

Heimilt er að breyta röð dagskrárliða með samþykki aðalfundar.

11. Heimilt er stjórn að boða til aukaaðalfundar ef brýna nauðsyn ber til.  Boða skal til aukaaðalfundar með sama hætti og til aðalfundar.  Er aukaaðalfundur þá ákvörðunarbær um sömu atriði og aðalfundur.

V. Lagabreytingar

12.  Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn í tæka tíð þannig að unnt sé að kynna þær í aðalfundarboði, sbr. 8. gr.

13. Til þess að lagabreytingartillaga nái fram að ganga þarf hún að hljóta stuðning að minnsta kosti 2/3 hluta fundarmanna á aðalfundi.

14. Tillögur um slit félagsins skulu sæta sömu meðferð og lagabreytingartillögur. Verði slit félagsins samþykkt skal aðalfundur jafnframt ákveða á hvern hátt verði farið með eignir félagsins og skuldir.  Skal miða við að láta eignir renna til aðila, sem starfar að sömu eða svipuðum markmiðum og félagið.

15. Lög þessi eru samþykkt á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Reykjavík 30. ágúst 2000 og taka þegar gildi.

----

Í þessari útgáfu laga félagsins hefur verið tekið tillit til lagabreytingar sem gerðar voru á aðalfundum 4. október 2008, 5. nóvember 2011 og 20. janúar 2024.