Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2014

Styrktarkvöldverður og minnum á aðalfundinn

Laugardaginn 27. september næstkomandi verður aðalfundur Vina kl 16:00 og má reikna með að hann standa í u.þ.b. klukkustund eða svo.

Um kvöldið eða kl.19 verður hins vegar styrktarkvöldverður þar sem boðið verður upp á girnilegan kvöldverð (sem hentar mun bæði kjötætum sem grænmetisætum) til styrktar verkefnum félagsins. Verð kvöldverðarins er 2.000 kr., ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest, í nýuppgerðu húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.

Sjálfboðaliðaferð til Indlands, Kenía og Tanzaníu

sjalfbodalidaferdir

Multikúlti mun standa fyrir sjálfboðaliðaferð sem sérstaklega er ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár.
Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði,
þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka þ.á.m. munu sjálfboðaliðarnir starfa á heimilum barna sem styrktarforeldrar Vina Indlands eru að styrkja.

Áður en lagt er af stað sækja sjálfboðaliðarnir 2 helgarnámskeið þar sem fræðst verður um verkefnin og grundvöll starfsins. Fyrra námskeiðið er opið kynningarnámskeið (næst helgina 27.-28. september) en það seinna aðeins með þátttakendum ferðarinnar.  Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Múltikúlti.