Sjálfboðaliðaferð til Indlands, Kenía og Tanzaníu

sjalfbodalidaferdir

Multikúlti mun standa fyrir sjálfboðaliðaferð sem sérstaklega er ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár.
Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði,
þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka þ.á.m. munu sjálfboðaliðarnir starfa á heimilum barna sem styrktarforeldrar Vina Indlands eru að styrkja.

Áður en lagt er af stað sækja sjálfboðaliðarnir 2 helgarnámskeið þar sem fræðst verður um verkefnin og grundvöll starfsins. Fyrra námskeiðið er opið kynningarnámskeið (næst helgina 27.-28. september) en það seinna aðeins með þátttakendum ferðarinnar.  Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Múltikúlti.