Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2013

Styrktartónleikar 23. október 2013

tonleikar_okt2013

Styrktartónleikar Vina Indlands verða haldnir í Sigurjónssafni 23. október kl. 20:00.  Karlakórinn Fóstbræður syngur, Andres Ramone, Kolbeinn Bjarnason, Frank Aarnik og Kamalakanta Nieves flytja klassísk indversk sönglög, Gréta Salóme Stefánsdóttir mundar fiðluna, Gunnar Kvaran flytur ljóð, sjálfboðaliðar segja frá starfi félagsins.  Miðaverð er 3.000 kr.  Miðar til sölu í Múltikúlti, Barónsstíg 3 og við innganginn.

Forvarnarfræðsla gegn kynferðisofbeldi á börnum

training_2013_blatt_afram

Undanfarið hafa verið haldin námskeið í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og öðru ofbeldi gegn börnum á öllum heimilum barna sem Vinir Indlands eru að styrkja á Indlandi. Indverskir samstarfsaðilar okkar hafa séð um þessa fræðslu.  Svona fræðsla er mjög vandasöm og vorum við heppin að til starfans var valin mjög hæf indversk fyrrverandi lögreglukona. Þegar námskeiðahaldið var í undirbúningi naut hún fræðslu frá samtökunum Blátt áfram þannig að fræðslan var að hluta til byggð á fræðsluefni sem kennt er hér á landi.  Þessi aðstoð var mikils virði fyrir okkur í Vinum Indlands og eru við mjög þakklát Blátt áfram fyrir það.  Auk þess að halda fyrirlestra fyrir drengi og stúlkur í aðgreindum hópum þá ræddi leiðbeinandinn einslega við öll börnin um þessi mál.