Styrktartónleikar 23. október 2013

tonleikar_okt2013

Styrktartónleikar Vina Indlands verða haldnir í Sigurjónssafni 23. október kl. 20:00.  Karlakórinn Fóstbræður syngur, Andres Ramone, Kolbeinn Bjarnason, Frank Aarnik og Kamalakanta Nieves flytja klassísk indversk sönglög, Gréta Salóme Stefánsdóttir mundar fiðluna, Gunnar Kvaran flytur ljóð, sjálfboðaliðar segja frá starfi félagsins.  Miðaverð er 3.000 kr.  Miðar til sölu í Múltikúlti, Barónsstíg 3 og við innganginn.