Indversk stjórnvöld styðja starf Vina Indlands

tonleikar_okt2013das

Á styrktartónleikum Vina Indlands þann 23. okt. sl. færði H.E. Ashok Das sendiherra Indlands á Íslandi okkur þær fréttir að indverk stjórnvöld hefðu ákveðið að veita Vinum Indlands á Íslandi styrk til þess að félagið megi kynna betur indverska menningu hér landi.  Við lítum á þetta sem mikla viðurkenningu fyrir félagið.  Myndin hér fyrir ofan var tekin við þetta tilefni. Með sendiherranum á myndinni eru félagar úr karlakórnum Fóstbræðrum en þeir komu fram á styrktartónleikunum.

Stærstur hluti starfsemi félagsins snýst um að styrkja heimili munaðarlausra barna á Indlandi og önnur slík verkefni, svo mun verða áfram. Hins vegar eru innan vébanda Vina Indlands margir einstaklingar sem hafa mikin áhuga á indverski menningu.  Hefur sá áhugi brotist út með ýmsum hætti í starfi félagsins.  Með þessum styrk mun félaginu gefast betra tækifæri til þess að koma indverskri menningu á framfæri við landann.  Núna er t.d. í undirbúningi Indversk kvikmyndahátíð sem haldin verður á árinu 2014 en félagið beitti sér fyrir því að slík hátið var haldin á árinu 2012.  Auk þess sem svigrúm verður til þess að standa fyrir einhverjum fleiri viðburðum þar sem indversk menning verður kynnt.

Rétt er að taka fram að þessi menningarstarfsemi félagsins verður haldið aðskyldri frá annarri starfsemi félagsins og mun ekki bitna á því.