Verndaðu umhverfið og gerðu góðverk

Græn framtíð

Við viljum benda á að Græn framtíð, Síminn og Pósturinn munu frá 6. desember 2013 fram til jóla standa fyrir söfnunarátaki þar sem tekið verður við gömlum farsímum og þeim gefið framhaldslíf.  Símarnir verða gerðir upp eða notaðir í varahluti og allur ágóði mun renna til góðgerðarfélags að þínu vali.  Vonandi munu einhverjir muna eftir Vinum Indlands í þessu átaki.  Nánari upplýsingar um þetta söfnunarátak má finna með því að smella á þennan tengill.