Í Indlandi hefst skólaárið eftir fyrstu viku júní ár hvert, venjulegast í kringum 5-6 júní. Í ár sendi félagið út 320 þúsund krónur til þess að greiða skólagjöld, bækur, ritföng og skólatöskur fyrir 590 börn á 13 stöðum í Tamil Nadu héraði. En féð safnaðist m.a. á tónleikum félagsins í vetur. Þessi börn eiga íslensku tónlistarmönnunum sem gáfu vinnu sína og tónleikagestum að þakka að þau geta áhyggjulaust farið í skólann sinn á þessu skólaári. Kærar þakkir!