Greinasafn fyrir flokkinn: Styrkir

Styrkur til Sunnu

Í dag var brotið blað í sögu Vina Indlands. Í fyrsta sinn í yfir 20 ára starfi félagsins var skrifað undir samning við utanríkisráðuneytið þar sem kveðið er á um styrk til þróunarsamvinnu að upphæð 4ra milljóna króna.
Styrkurinn er veittur til örlána verkefnisins Sunnu sem veitir lán til sjálfshjálpar jaðarhópa í Tamil Nadu í samvinnu við Action India Charitible Fund.
Félagið mun leggja til eina milljón til verkefnisins en styrkurinn frá utanríkisráðuneytinu mun gera okkur mögulegt að stækka verkefnið umtalsvert á næstu tveimur árum og fjölga lánum til einstaklinga.
Eftir stækkunina (sem jafngildir rúmlega þreföldun) getur sjóðurinn veitt allt að 1,000 ný lán á ári - ekki bara árið 2020 heldur hvert ár héðan í frá - svo lengi sem endurgreiðslur lána haldast 100%

Á myndinni eru Villhjálmur Wium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu hjá utanríkisráðuneytinu, Kristrún Gunnarsdóttir ráðgjafi og Sólveig Jónasdóttir formaður Vina Indlands

Fátæk börn studd til náms

IMG_20160527_123708_vefj

Um síðustu mánaðarmót sendu Vinir Indlands út greiðslu til menntamiðstöðvanna á Indlandi til þess að fjármagna kaup á skólagögnum og skólatöskum sem hjálpar bláfátækum fjölskyldum að koma börnum sínum í skóla.  Myndin hér fyrir ofan er frá einni menntamiðstöðunni sem styrkt var.

Inverskur kvöldverður til styrktar Erode – júlí 2013

John_ad_elda2013

Mynd: John Amalraj við undirbúning kvöldverðarins.

Laugardaginn 13 júlí verður boðið upp á ekta indverkan mat og skemmun í Múltikúlti Barónsstíg 3. Þar verður á boðstólum indversk Dosa, kjúklinga Briyani og margt fleira.  Í gangi verður líka indverskur örmarkaður, myndsýning og Tarot lestur.  Allt þetta fyrir 2.000 krónur sem renna beint til Erode heimilisins í Tamil Nadu.  John Amalraj formaður Action India verður á staðnum, steikir Dosa og fræðir okkur um starfið á Indlandi.  Auk þess að hitta Vini Indlands er John er hér á landi í viðskiptaerindum en hann er að ræða við ferðaþjónustuaðila hér á landi fyrir hönd ferðaskrifstofunnar hans um mögulega samvinnu.

Erode_kvoldverdur_juli2013

Mynd frá kvöldverðinum.

 

Múltikúltí – matur og myndir

Aðalfundur Vina Indlands verður haldin laugardaginn 6. apríl n.k.  Að loknum venjulegum aðalfundurstörfum verður síðar sama dag "exótískur" kvöldverður og myndasýning frá ferð sem farin var til Indlands í janúar sl.   Kvöldverðurinn og myndasýningin verður haldin í Múltíkúltí, Barónsstíg 3, laugardaginn 6. apríl, kl. 18:30.