Múltikúltí – matur og myndir

Aðalfundur Vina Indlands verður haldin laugardaginn 6. apríl n.k.  Að loknum venjulegum aðalfundurstörfum verður síðar sama dag "exótískur" kvöldverður og myndasýning frá ferð sem farin var til Indlands í janúar sl.   Kvöldverðurinn og myndasýningin verður haldin í Múltíkúltí, Barónsstíg 3, laugardaginn 6. apríl, kl. 18:30.