Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2013

Töfrar og tötrar Indlands – ferð í janúar 2014

Töfrar og tötrar Indlands

Við viljum vekja athygli á áhugaverðum ferðamöguleika þar sem Íslendingum gefst einstakt tækifæri til að upplifa töfra og tötra Indlands í tveggja vikna ferð dagana 5. til 19. janúar 2014. Með aðstoð innlendra fararstjóra verður gefin innsýn í aðstæður Indversks almennings, matargerð, menningu og trú sem mótast hefur í flóknu samspili um aldir. Heimsóttar verða sex borgir, merkir staðir skoðaðir og efnt til samtals við heimamenn.  Nánari upplýsingar eru að finna á fasbókarsíðu ferðarinnar.

Sjálfboðaliðaferð á vegum Múltíkúltí – janúar og febrúar 2014

sjalfbodalidaferdir

Ferðin er sérstaklega ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár. Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði, þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka sem starfa innan IHA (International Humanist Alliance).

Á meðal verkefna eru:

  • Eftirlit og umönnun munaðarlausra barna. Sjálfboðaliðarnir heimsækja og dvelja á heimilum fyrir munaðarlaus börn bæði í Indlandi, Kenía og Tansaníu og taka þátt í daglegu starfi heimilanna.

  • Forvarnir og fræðsla um HIV smit í Kenía og Tansaníu. Sjálfboðaliðar, ásamt þarlendum jafnöldrum, heimsækja HIV smituð börn og fullorðna og taka þátt í fræðslu meðal ungs fólks um HIV smit.

  • Ýmis verkefni sem tengjast ræktun, vatnsöflun o.fl.

Auk þess verða heimsóttir áhugaverðir staðir, s.s. hof hindúa í Indlandi og Serengeti þjóðgarðurinn í Tansaníu.

Áður en lagt er af stað sækja sjálfboðaliðarnir 2 helgarnámskeið þar sem fræðst verður um verkefnin og grundvöll starfsins.

Fyrra námskeiðið verður haldið 28.-29. september 2013, frá kl. 10:00 - 15:00.

Múltíkúltí, Barónstíg 3, 101 Reykjavík.

Skráning hjá kjartan@islandia.is (s. 8996570)

 

Hér er hægt að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða til Indands

og Kenía í janúar og febrúar 2013:

http://ferdafjorlaru.blogspot.com

blogs.kilroy.eu/agnes

http://thoreyjona.com

http://aevintyraferd.blogspot.com

 http://selmahilmis.wordpress.com

 Blogg frá fyrri ferðum:

www.berglindeyjolfs.blogspot.com og www.mariposa.blog.is og http://www.herdisgunnars.blogspot.com/ og http://harpaberg.blogspot.com/ oghttp://agnesogarni.blogcentral.is/ oghttp://tarabrynjars.blogcentral.is/

Horfin arfleifð eftir Kiran Desai komin út

Kiran-Desai-228x300

Múltikúlti hefur gefið út bókina Horfin arfleifð eftir indverska höfundinn Kiran Desai. En höfundurinn er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem hefst þann  8. september 2013. Horfin arfleifð hlaut Booker verðlaunin eftirsóttu og er Kiran Desai yngsta konan sem hlotið hefur þá viðurkenningu. Hér má heyra viðtal Kjartan Jónsson þýðanda bókarinnar á RÚV í tilefni af útkomu bókarinnar.  http://www.ruv.is/bokmenntir/kiran-desai-kjartan-jonsson-segir-fra