Sjálfboðaliðaferð á vegum Múltíkúltí – janúar og febrúar 2014

sjalfbodalidaferdir

Ferðin er sérstaklega ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár. Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði, þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka sem starfa innan IHA (International Humanist Alliance).

Á meðal verkefna eru:

  • Eftirlit og umönnun munaðarlausra barna. Sjálfboðaliðarnir heimsækja og dvelja á heimilum fyrir munaðarlaus börn bæði í Indlandi, Kenía og Tansaníu og taka þátt í daglegu starfi heimilanna.

  • Forvarnir og fræðsla um HIV smit í Kenía og Tansaníu. Sjálfboðaliðar, ásamt þarlendum jafnöldrum, heimsækja HIV smituð börn og fullorðna og taka þátt í fræðslu meðal ungs fólks um HIV smit.

  • Ýmis verkefni sem tengjast ræktun, vatnsöflun o.fl.

Auk þess verða heimsóttir áhugaverðir staðir, s.s. hof hindúa í Indlandi og Serengeti þjóðgarðurinn í Tansaníu.

Áður en lagt er af stað sækja sjálfboðaliðarnir 2 helgarnámskeið þar sem fræðst verður um verkefnin og grundvöll starfsins.

Fyrra námskeiðið verður haldið 28.-29. september 2013, frá kl. 10:00 - 15:00.

Múltíkúltí, Barónstíg 3, 101 Reykjavík.

Skráning hjá kjartan@islandia.is (s. 8996570)

 

Hér er hægt að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða til Indands

og Kenía í janúar og febrúar 2013:

http://ferdafjorlaru.blogspot.com

blogs.kilroy.eu/agnes

http://thoreyjona.com

http://aevintyraferd.blogspot.com

 http://selmahilmis.wordpress.com

 Blogg frá fyrri ferðum:

www.berglindeyjolfs.blogspot.com og www.mariposa.blog.is og http://www.herdisgunnars.blogspot.com/ og http://harpaberg.blogspot.com/ oghttp://agnesogarni.blogcentral.is/ oghttp://tarabrynjars.blogcentral.is/