Töfrar og tötrar Indlands – ferð í janúar 2014

Töfrar og tötrar Indlands

Við viljum vekja athygli á áhugaverðum ferðamöguleika þar sem Íslendingum gefst einstakt tækifæri til að upplifa töfra og tötra Indlands í tveggja vikna ferð dagana 5. til 19. janúar 2014. Með aðstoð innlendra fararstjóra verður gefin innsýn í aðstæður Indversks almennings, matargerð, menningu og trú sem mótast hefur í flóknu samspili um aldir. Heimsóttar verða sex borgir, merkir staðir skoðaðir og efnt til samtals við heimamenn.  Nánari upplýsingar eru að finna á fasbókarsíðu ferðarinnar.