Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2019

Diwali kvöldverður

Indverska Diwali hátíðin er fjögurra daga ljósahátíð og eins og á öllum góðum hátíðum er fagnað með góðum mat. Það ætlum við einnig að gera og bjóðum öllum að taka þátt meðan húsrúm leyfir þann 26. október kl. 19:00, að Barónsstíg 3.
Á matseðlinum verða girnilegir indverskri réttir bæði vegan og kjöt. Síðan ætlar hún Dísa Guðmunds hönnuður og eigandi verslunarinnar DisDis að segja okkur frá lífinu í Indlandi en hún bjó fjölmörg ár í Pondicherry.

Verð fyrir mat er 3500 kr. en frítt fyrir börn yngri en 10 ára. söfnunarfé rennur til verkefna Vina Indlands.

Þeim sem vilja styrkja verkefnin en komast ekki á hátíðina er bent á reikninga félagsins.

Reikningur félagsins er 0582-26-6030
Kennitala: 440900-2750