Thorapadi

Drengjaheimilinu Grund í Thorapadi var lokað á árinu 2013.  Vera má að það verði opnað aftur síðar.  Drengirnir sem voru á heimilinu voru fluttir á annað fyrir munaðarlaus börn sem rekið er af indverska ríkinu.

Drengjaheimilið Grund í Thorapadi var opnað í desember 2010, það er staðsett í afar fallegri og rólegri sveit, rétt utan við bæinn Thorapadi þar sem drengirnir gengu í skóla. Rúmlega tuttugu drengir bjuggu á heimilinu en húsnæðið býður upp á að þar geti verið fleiri í framtíðinni.

Grund er byggð af Vinum Indlands fyrir gjafafé fyrirtækja og einstaklinga, landið undir heimilið sem er afar fallegt lögðu indverskir sjálfboðaliðar til.   Húsnæðið er ekki í notkun núna og mun svo verða þangað til nýtt hlutverk verður fundið fyrir það eða nýr traustur rekstraraðili finnst til þess að annast reksturinn.