Félagið Vinir Indlands var stofnað haustið 2000 og starfar að ýmsum samvinnuverkefnum með sjálfboðaliðum félaganna Action India Charitable Trust, Nesam Trust og Good Samaritan Trust í Tamil Nadu á Suður-Indlandi.
Vinir Indlands er systrafélag Vina Kenía og starfar með þeim að verkefnum undir hatti fjölmenningarmiðstöðvarinnar Múltíkúltí. Félagið er aðili að IHA, International humanist alliance.
Verkefni Vina Indlands eru öll unnin í sjálfboðavinnu, bæði á Íslandi og Indlandi. Félagið leggur áherslu á að vinna í mikilli samvinnu við heimafólk á staðnum. Stuðningur Vina Indlands við verkefni kallar á mikla virkni heimafólks og ábyrð á verkefnum.
Félagið er fjármagnað af styrktaraðilum; einstaklingum og fyrirtækjum og styrktarsjóðum. Auk þessa hafa félagar í Vinum Indlands staðið fyrir glæsilegum styrktartónleikum síðast liðin 8 ár, þar sem landskunnir listamenn hafa gefið vinnu sína til styrktar málefninu.
Félagið hefur lagt metnað sinn í það að koma hverrri krónu til skila. Peningar sem gefnir eru í söfnun til okkar skila sér 100%. Ekki eru teknir peningar í skrifstofukostnað eða ferðakostnað. Sjálfboðaliðar leggja fram alla vinnu sem lögð er af hendi.
Verkefni félagsins eru fjölbreytt, hér má lesa um nokkur þeirra.
Heimilið í Erode er styrkt af Vinum Indlands m.a. í gegnum styrktarforeldraverkefni.
Heimilið Posum Kodil í Ramanatapuram er heimili fyrir börn og aldraða og er styrkt af Vinum Indlands, m.a. í gegnum styrktarforeldraverkefni.
Vinir Indlands styðja reglulega við verkefni fræðslumiðstöðva í Thellimedu, Saidapet, Salem, Neyveli, Meppedu, Ayymancherry o.fl.
Vinir Indlands skipuleggja ferðir fyrir sjálfboðaliða í samvinnu við Vini Kenía og Múltkúltí á hverju ári. Sjá nánar hér.
Vinir Indlands
Menningarmiðstöðinni Múltikúlti
Bolholti 6 - 2. hæð
105 Reykjavík
postur@vinirindlands.is