Við bjóðum upp á gómsætan indverskan kvöldverð til styrktar menntun barnanna okkar í suður Indlandi, en í 17 ár hefur félagið greitt skólagjöld fyrir allt að 600 börn í Tamil Nadu. Það ætlum við að gera aftur í ár, vonandi með góðri hjálp frá ykkur.
Laugardagskvöldið 14. apríl kl. 19:00 munum við bera fram fjölmarga gómsæta indverska rétti við allra hæfi, í húsnæði Múltikúlti Barónsstíg 3. Verðið er 3000 kr.