Mánaðarskipt færslusafn fyrir: nóvember 2015

Jólagjafir

Eins og vani er þá tökum við þátt í að gleðja börnin okkar á Indlandi í kringum jólin með því að kaupa ný föt, sætindi og smágjafir. Nú er að hefjast söfnun til þess að standa straum af þessum kostnaði. Velviljaðir mega gjarnan hjálpa okkur því margt smátt gerir sannarlega eitt stórt, um það getum við hjá Vinum Indlands vitnað eftir fimmtán ára reynslu. Söfnunarreikningur er; 0513-26-206035 kt. 440900-2750.

Sjálfboðaliðaferð til Indlands, Kenía og Tanzaníu, janúar 2016

Fjölmenningarmiðstöðin Múltíkúltí hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum fyrir ungt fólk. Um er að ræða 2ja mánaða ferð, dvalið er í tvo mánuði á Indlandi, í Kenía og Tansaníu. Næsta ferð verður farin fyrir miðjan janúar 2016.

Í ferðinni er lögð áhersla á að þátttakendur kynnast landi og þjóð um leið og þeir taka þátt í verkefnum Vina Indlands og Vina Kenía sem unnin eru í samvinnu við þarlenda sjálfboðaliða.  Nánari upplýsingar um ferðina má finna á heimasíðu Múltikúlti.