Aðalfundur Vina Indlands verður haldin laugardaginn 4. september 2021 kl. 14:00 í húsnæði Múltikúlti að Bolholti 6, 2 hæð, 105 Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf.
Í kjölfar fundarins verður stefnumótunarfundur stjórnar og áhugasamra. Við hvetjum alla áhugasama um störf félagsins til að mæta.
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er væntanlegur hingað til lands í opinbera heimsókn í boði forseta Íslands dagana 10. og 11. september nk. en þetta er þetta fyrsta heimsókn forseta Indlands til norræns ríkis. Hann mun flytja erindi í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands þriðjudaginn 10. september kl. 11.45. Yfirskrift erindis forseta Indlands í Háskóla Íslands er „Indland og Ísland fyrir græna plánetu“ (India-Iceland for a Green Planet).
Shri Ram Nath Kovind var kjörinn forseti Indlands árið 2017 og er fjórtándi forseti landsins. Hann var ríkisstjóri í héraðinu Bihar 2015-2017 og þingmaður í efri deild indverska þingsins á árunum 1994-2006. Forsetinn er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur áður enn hann hóf afskipti af stjórnmálum fyrir aldarfjórðungi.
Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands, kynnir forseta Indlands og Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands Iceland, flytur lokaorð.
Erindið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Við hvetjum áhugafólk um Indland til þess að mæta á erindið.
Aðalfundur Vina Indlands verður þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00. Á dagskránni er ársskýrsla, ársreikningar, kosning stjórnar og fleira skemmtilegt. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.
Á Indlandi eru ekki jafn öflug Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingar Íslands og hér á landi. Þegar t.d. þegar eignmaður deyr frá heimavinnandi kona og lítlum börn þá geta eiginkonan og börnin lent í miklum vanda. Í sumum tilvikum á ekkjan í erfiðleikum að fá vinnu á vinnumarkaðinum til þess að geta séð börnum sínum farborða. Börn slíkra kvenna hafa stundum endað inn á munaðarleysingjaheimilum sem rekin eru með stuðningi Vina Indlands á Indlandi. Það hefur skort á úrræði fyrir slíkar konur að skapa sér vinnu. Núna er hins vegar búið að setja upp úrræði fyrir slík tilvik og fleiri aðila. Þetta úrræði er að gefa slíkum konum og fleiri aðilum kost á örlánum til þess að koma undir sig fótunum. Örlánaúrræði þetta heitir Sunna Microfinancing og eru samstarfsaðilar Vina Indlands á Indlandi hluti af þessu kerfi. Allar nánari upplýsingar um örlánakerfið má finna á heimasíðu verkefnisins.
Aðalfundur Vina Indlands var haldinn fyrr í dag. Á fundinum var m.a. lögð fram skýrsla stjórnar um starf félagsins á síðasta ári. Skýrsluna er að hér að finna. Stjórn félagsins var endurkjörin. Hér má sjá hverjir sitja í stjórn félagsins.
Aðalfundur Vina Indlands verður haldin sunnudaginn 13. maí 2017 kl. 14:00 í húsnæði Múltikúlti að Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf.
Vinir Indlands eru að hefja undurbúning að hálfsmánaðar ferð til Indlands í ágúst 2017. Ferðin verður skipulögð af Weldone tours India í samstarfið við félagið. Við munum heimsækja barnaheimili og þorp sem við höfum verið að styrkja en einnig heimsækja fræga og undurfagra ferðamannastaði. Ferðin endar á slökun í Kerala héraði við vesturströnd Indland. Í janúar Þann 7. janúar 2017 k. 14:00 mun verða haldinn kynningarfundur um ferðina í húsnæði Múltikúlti, Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Hér má lesa um tilhögun ferðarinnar. En engu að síður ekki seinna vænna að taka frá tíma og byrja að skipuleggja. Þess má geta að stofnuð hefur verið Facebook síða fyrir ferðina.
Sunnudaginn 25. september, á milli 14:00 og 16:00, verður opið hús í Múltikúlti, Barónsstíg 3, þar sem kynntar verða fyrirhugaðar sjálfboðaliðaferðir á árinu 2017. Allir áhugasamir velkomnir. Einn af möguleikunum sem kynntir verða eru sjálfboðaliðaferðir til þess að vinna á heimilum munaðarlausra barna sem styrktarforeldrar styrkja í gegnum Vini Indlands. Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðaferðirnar má finna á heimasíðu Múltikúlti.
Helgina 21. og 22. maí verður sjálfboðaliðanámskeið hjá Múltikúlti frá kl. 10:00 til 14:00 báða dagana. Farið verður yfir hugmyndfræðina á bak við starfið, kynnt verður starfsemi félaganna Vinir Indlands og Vinir Kenía auk þess sem fjallað verður um fyrirhugaða sjálfboðaliðaferð Múltikúlti í sumar (sjá www.multikulti.is).
Verð: 10.000 (dregst frá heildarkostnaði sjálfboðaliða sem fara út í sumar)