Örlán – Sunna Microfinancing

Á Indlandi eru ekki jafn öflug Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingar Íslands og hér á landi.  Þegar t.d. þegar eignmaður deyr frá heimavinnandi kona og lítlum börn þá geta eiginkonan og börnin lent í miklum vanda.  Í sumum tilvikum á ekkjan í erfiðleikum að fá vinnu á vinnumarkaðinum til þess að geta séð börnum sínum farborða.  Börn slíkra kvenna hafa stundum endað inn á munaðarleysingjaheimilum sem rekin eru með stuðningi Vina Indlands á Indlandi.  Það hefur skort á úrræði fyrir slíkar konur að skapa sér vinnu.  Núna er hins vegar búið að setja upp úrræði fyrir slík tilvik og fleiri aðila.  Þetta úrræði er að gefa slíkum konum og fleiri aðilum kost á örlánum til þess að koma undir sig fótunum.  Örlánaúrræði þetta heitir Sunna Microfinancing og eru samstarfsaðilar Vina Indlands á Indlandi hluti af þessu kerfi.  Allar nánari upplýsingar um örlánakerfið má finna á heimasíðu verkefnisins.