Greinasafn fyrir flokkinn: Menning

Anoushka Shankar í Hörpu

Anoushka Shankar sítarleikar verður ásamt 4 manna hljómsveit með tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 7. apríl 2024.  Þetta er stórviðburður þar sem Anoushka Shankar er einn allra þekktasti tónlistarmaður Indlands. Allir sem hafa áhuga á Indverski menningu eru eindregið hvattir til þess að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara. Þess má geta að Anoushka er dóttir Ravi Shankar sem einnig var mjög þekktur sítarleikar. Eftirfarandi er tóndæmi af tónlist Anoushka Shankar.

Þess má einnig til gamans geta að hálf systir Anoushka er einnig þekktur tónlistarmaður sem heitir Norah Jones og hafa þær systur spilað saman. Hérna er eitt af þeim lögum:

RÚV: Guðspjallamaður að vestan

Í Ríkisútvarpinu núna yfir jólin eru áhugaverðir útvarpsþættir um Jón Indiafara. Þáttaröðin heitir: Guðspjallamaður að vestan. Í lýsingu RÚV á þáttaröðinni segir: "Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara er einstæð saga um sveitapilt sem laumar sér um borð í skútu vestur á Ísafirði og siglir með enskum á vit ævintýranna á því herrans ári 1615. Hann gerist fallbyssuskytta í danska hernum og siglir á skipum konungs alla leið austur til  Indlands. Fjórir þættir þar sem farið er í fótspor Jóns Indíafara á ævintýralegum ferðum  hans að endamörkum hins þekkta heims. Umsjón hefur Jón Ársæll Þórðarson en um  framleiðslu sér Guðni Tómasson. Lesari auk umsjónarmanns er Ævar Kjartansson."

Þetta er mjög áhugaverð útvarpsþáttaröð sem vert er að mæla með fyrir félaga í Vinum Indlands m.a. fyrir þær sakir að Jón Indiafari dvaldi á svipuðum slóðum í Tamil Nadu og margir félagar í Vinum Indlands hafa komið til. Jón Indiafari dvaldi á Indlandi 1622-1624 þar sem nú heitir Tarangambadi þar sem Danir byggðu virkið Dansborg. Þess má geta að bærinn Tarnagambadi er rétt sunnan við bæinn Pondicherry sem margir félagar í Vinum Indlands hafa komið til.

Saga Tamil Nadu

Flest verkefni Vina Indlands á Indlandi eru í Tamil Nadu héraði á Indlandi. Tungumál þeirra og menning á sér ævafornar rætur og er Tamilska kannski með elstu tungumálum sem þekkt eru. Eftirfarandi tilvísun á myndband sem lýsir í stuttu máli sögu Tamil Nadu.

Þeir sem hafa áhuga á forleifafræði hefði kannski áhuga á að kynna sér eftirfarandi heimildarmynd sem rekur sögu landsvæða á Indlandi sem sukku í sæ í lok síðustu ísaldar.

Námskeið – Indland – spennandi saga í 5000 ár.

Seinnipartin í nóvember n.k. mun Illugi Jökulsson halda námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands um sögu Indlands.

Námskeiðið er ætlað fróðleiksfúsum almenningi, sem hefur ekki endilega fyrirfram mikla þekkingu á indverskri sögu, en langar að bæta úr því. Saga landsins spannar langan tíma, glæst stórveldi, mikla niðurlægingu, trúarleiðtoga, herforingja, kónga, drottningar og keisara, og þegar námskeiðinu lýkur á fólk að hafa ágæta mynd af þessari einstaklega litríku sögu.  Nánri upplýsingar um þetta áhugaverða námskeið má finna á heimasíðu Endurmenntunar HÍ.

Góðar indverskar skáldsögur á íslensku

Bókamarkaður Félags bókaútgefanda verður haldin daganna 27. feb -15. mars n.k.  Af því tilefni má benda áhugafólki um Indland á nokkrar góðar indverkar skáldsögur sem komið hafa út á íslensku.  Bækurnar sem hér eru nefndar ættu að fást á bókamarkaðinum.  Allt eru þetta úrvals skáldsögur sem hægt er að mæla með.  Ef smellt er á einstaka titla hér fyrir neðan má lesa smá umfjöllun um einstaka bækur.

Guð hins smáa –Arundhati Roy - Forlagið 2002

Horfin arfleið – Kiran Desai - Múltikúlti 2013

Hvíti tígurinn – Aravind Adiga - JPV 2010

Til viðbótar mætti síðan nefna bók sem ætti að fást í bókabúðum eða bókasöfnum.

Miðnæturbörn – Salman Rushdie - Forlagið 2008

Indverskir dagar 10-17 maí 2014

Það verður mikið um að vera daganna 10 til 17 maí.  Indverska sendiráðið stendur fyrir ýmsum viðburðum næstu daga.   Pragadi Sood Anand sem er klassískur indverskur dansari mun sýna indverska Kathek dansa m.a. á Fjölmenningardeginum í Reykjavík og Kópavogi auk þess sem hún mun hún vera með danskennsku á Nordica Spa.   Á veitingastaðnum Vox mun indversk matargerð vera höfð í hávegum enda indverskur kokkur fengin til þess að vera í eldhúsinu þessa daga.  Síðast en ekki síst þá verður vinnustofa í Ayurveda meðferðum (Workshop - Ayurveda Medicine Methods & more) sem Dr. Chandrasekharan Nair mun halda á Nordica Spa.   En Dr. Chandrasekharan Mair er indverskur Ayurveda læknir.  En Ayurveda meðferðir eru ævafornt indverskar lækningakerfi sem þróaðist á Indlandi fyrir um 5-6000 árum. Ayurveda stendur fyrir "vísindilífsins". Áhersla Ayurveda er að koma jafnvægi á starfsemi líkamans með réttu mataræði, þjálfun og hreinsun líkamans.   Íslendingum gefst einnig kostur á því að panta sér einkaráðgjöf hjá hjá honum þar sem hann metur líkamsástand viðkomandi og leggur til meðferðir.   Það er ekki á hverjum degi sem íslendingum gefst kostur á að kynna sér Auyrveda frá fyrstu hendi.

Indversk stjórnvöld styðja starf Vina Indlands

tonleikar_okt2013das

Á styrktartónleikum Vina Indlands þann 23. okt. sl. færði H.E. Ashok Das sendiherra Indlands á Íslandi okkur þær fréttir að indverk stjórnvöld hefðu ákveðið að veita Vinum Indlands á Íslandi styrk til þess að félagið megi kynna betur indverska menningu hér landi.  Við lítum á þetta sem mikla viðurkenningu fyrir félagið.  Myndin hér fyrir ofan var tekin við þetta tilefni. Með sendiherranum á myndinni eru félagar úr karlakórnum Fóstbræðrum en þeir komu fram á styrktartónleikunum.

Stærstur hluti starfsemi félagsins snýst um að styrkja heimili munaðarlausra barna á Indlandi og önnur slík verkefni, svo mun verða áfram. Hins vegar eru innan vébanda Vina Indlands margir einstaklingar sem hafa mikin áhuga á indverski menningu.  Hefur sá áhugi brotist út með ýmsum hætti í starfi félagsins.  Með þessum styrk mun félaginu gefast betra tækifæri til þess að koma indverskri menningu á framfæri við landann.  Núna er t.d. í undirbúningi Indversk kvikmyndahátíð sem haldin verður á árinu 2014 en félagið beitti sér fyrir því að slík hátið var haldin á árinu 2012.  Auk þess sem svigrúm verður til þess að standa fyrir einhverjum fleiri viðburðum þar sem indversk menning verður kynnt.

Rétt er að taka fram að þessi menningarstarfsemi félagsins verður haldið aðskyldri frá annarri starfsemi félagsins og mun ekki bitna á því.

Töfrar og tötrar Indlands – ferð í janúar 2014

Töfrar og tötrar Indlands

Við viljum vekja athygli á áhugaverðum ferðamöguleika þar sem Íslendingum gefst einstakt tækifæri til að upplifa töfra og tötra Indlands í tveggja vikna ferð dagana 5. til 19. janúar 2014. Með aðstoð innlendra fararstjóra verður gefin innsýn í aðstæður Indversks almennings, matargerð, menningu og trú sem mótast hefur í flóknu samspili um aldir. Heimsóttar verða sex borgir, merkir staðir skoðaðir og efnt til samtals við heimamenn.  Nánari upplýsingar eru að finna á fasbókarsíðu ferðarinnar.

Horfin arfleifð eftir Kiran Desai komin út

Kiran-Desai-228x300

Múltikúlti hefur gefið út bókina Horfin arfleifð eftir indverska höfundinn Kiran Desai. En höfundurinn er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem hefst þann  8. september 2013. Horfin arfleifð hlaut Booker verðlaunin eftirsóttu og er Kiran Desai yngsta konan sem hlotið hefur þá viðurkenningu. Hér má heyra viðtal Kjartan Jónsson þýðanda bókarinnar á RÚV í tilefni af útkomu bókarinnar.  http://www.ruv.is/bokmenntir/kiran-desai-kjartan-jonsson-segir-fra

Kathak dans í Listasafni Sigurjóns á föstudaginn 23. ágúst

kathak_sigurjonssafn

Föstudagskvöldið 23. ágúst kl. 20:00 er gestum boðið að koma á kynningu á þessari fornu norður indversku danslist í Listasafni Sigurjóns. Þar mun Pragati Sood kynna Kathak dansinn ásamt tónlistarhópi sínum.

Pragati Sood er afar þekkt í heimalandi sínu og víða um Evrópu fyrir indverskan Kathak dans. Pragati Sood kemur hingað ásamt tónlistarhópi sínum úr Evrópureisu þar sem hún hefur sýnt listir sínar við afar góðan orðstír. Pragati Sood er sérlegur gestur Menningarnætur og mun dansa fyrir gesti Menningarnætur í Hörpunni á laugardag, en hún er hingað komin í boði Indverska sendiráðsins, Reykjavíkurborgar og Vina Indlands.

Inngangseyrir er 1500,- sem renna til verkefna Vina Indlands

Kathak er ein af átta fornum Indverskum danshefðum. Dansinn kemur upprunalega frá hirðingjum á Norður Indlandi sem voru kallaðir Kathakars eða sögumenn. Dansarar segja því ákveðna sögu með hverjum dansi.

Hér má sjá Pragati Sood í einu dansatriða sinna.