Forvarnarfræðsla gegn kynferðisofbeldi á börnum

training_2013_blatt_afram

Undanfarið hafa verið haldin námskeið í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og öðru ofbeldi gegn börnum á öllum heimilum barna sem Vinir Indlands eru að styrkja á Indlandi. Indverskir samstarfsaðilar okkar hafa séð um þessa fræðslu.  Svona fræðsla er mjög vandasöm og vorum við heppin að til starfans var valin mjög hæf indversk fyrrverandi lögreglukona. Þegar námskeiðahaldið var í undirbúningi naut hún fræðslu frá samtökunum Blátt áfram þannig að fræðslan var að hluta til byggð á fræðsluefni sem kennt er hér á landi.  Þessi aðstoð var mikils virði fyrir okkur í Vinum Indlands og eru við mjög þakklát Blátt áfram fyrir það.  Auk þess að halda fyrirlestra fyrir drengi og stúlkur í aðgreindum hópum þá ræddi leiðbeinandinn einslega við öll börnin um þessi mál.