Styrktarkvöldverður og minnum á aðalfundinn

Laugardaginn 27. september næstkomandi verður aðalfundur Vina kl 16:00 og má reikna með að hann standa í u.þ.b. klukkustund eða svo.

Um kvöldið eða kl.19 verður hins vegar styrktarkvöldverður þar sem boðið verður upp á girnilegan kvöldverð (sem hentar mun bæði kjötætum sem grænmetisætum) til styrktar verkefnum félagsins. Verð kvöldverðarins er 2.000 kr., ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest, í nýuppgerðu húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.