Við ætlum að snæða saman á laugardagskvöldið gómsætan mat í indverskum stíl. Verð fyrir matinn er 2500,- en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Allur ágóði rennur til menntaverkefnis Vina Indlands.
Yfir matnum munum við kynna ferð sem farin verður til Indlands í ágúst 2017 og starf Vina Indlands.