Söfnun fyrir heimili munaðarlausra barna á Indlandi

Þórarinn Hjartarsson er á leið til Indlands aftur en hann fór sem sjálfboðaliði á vegum Vina Indlands árið 2012.  Hann vill styrkja enn frekar við þau heimili munaðarlausra barna sem hann kynntist þá auk annarra sem  og hefur hafið söfnun fyrir þau. Upplýsingar um þetta má finna á Facebook síðu hans Styrktarsíða fyrir heimili munaðarlausra  á Suður-Indlandi. Hver einasta króna sem hann safnar rennur beint til matarkaupa fyrir heimilin.  Söfnunin er gerð í samvinnu við Vini Indlands.  Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning nr 526 - 14- 603094 kt 440900-2750.  Frekari upplýsingar um heimilin sem ætlunin  er að styrkja er að finna á áðurnefndri fésbókarsíðu.