Sjálfboðaliðaferðir 2019

Múltikúlti hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum til Indlands, Kenía og Tansaníu og verður boðið upp á slíkar ferðir 2019. Ferðirnar eru ætlaðar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára, geta verið frá 3 vikum upp í 2 mánuði, ýmist í einu þessara landa eða þeim öllum og eru hóparnir frá 3 til 10 manns. Verkefnin geta verið af ýmsum toga, aðstoð á leikskólum og skólum, vinna í fræðslustarfi með sjálfboðaliðum á staðnum, auk ýmissa tilfallandi verkefna sem tengjast heilbrigðismálum o.fl. Þá kynnast þátttakendur menningu þjóðanna í gegnum heimsókn, t.d. í þjóðgarð í Kenía eða Tansaníu og hof á Indlandi, eiga kost á ýmissi afþreyingu, eins og kajakferðum á Viktoríuvatni, auk þess að kynnast daglegu lífi heimamanna í gegnum samstarfið.

Þátttakendur sitja undirbúningsfundi og -námskeið hérna heima, alls 30 klukkustundir, áður en lagt er af stað.

Fyrirhugaðir eru þrír brottfarartímar á árinu 2019, um miðjan janúar, miðjan júní og byrjun september.

Nánari upplýsingar: 8471703 (Særún) eða multikultiferdir@gmail.com