Allsherjar netfundur með samstarfsaðilum

Næstkomandi laugardag 5. júlí mun verða haldin fjögurra landa vídeó fjarfundur með samstarfsfélögum okkar í IHA í Indlandi, Kenía og Tansaníu. Á fundinum verður m.a. rætt um stöðu allra verkefna og heimila barna sem Vinir Indlands eru að styrkja.  Fundurinn verður í Múltíkúltí Barónsstíg 3 kl. ellefu á laugardag og eru allir áhugasamir um starfið okkar velkomnir.

Indverskir dagar 10-17 maí 2014

Það verður mikið um að vera daganna 10 til 17 maí.  Indverska sendiráðið stendur fyrir ýmsum viðburðum næstu daga.   Pragadi Sood Anand sem er klassískur indverskur dansari mun sýna indverska Kathek dansa m.a. á Fjölmenningardeginum í Reykjavík og Kópavogi auk þess sem hún mun hún vera með danskennsku á Nordica Spa.   Á veitingastaðnum Vox mun indversk matargerð vera höfð í hávegum enda indverskur kokkur fengin til þess að vera í eldhúsinu þessa daga.  Síðast en ekki síst þá verður vinnustofa í Ayurveda meðferðum (Workshop - Ayurveda Medicine Methods & more) sem Dr. Chandrasekharan Nair mun halda á Nordica Spa.   En Dr. Chandrasekharan Mair er indverskur Ayurveda læknir.  En Ayurveda meðferðir eru ævafornt indverskar lækningakerfi sem þróaðist á Indlandi fyrir um 5-6000 árum. Ayurveda stendur fyrir "vísindilífsins". Áhersla Ayurveda er að koma jafnvægi á starfsemi líkamans með réttu mataræði, þjálfun og hreinsun líkamans.   Íslendingum gefst einnig kostur á því að panta sér einkaráðgjöf hjá hjá honum þar sem hann metur líkamsástand viðkomandi og leggur til meðferðir.   Það er ekki á hverjum degi sem íslendingum gefst kostur á að kynna sér Auyrveda frá fyrstu hendi.

Aðalfundi Vina Indlands frestað

Aðalfundi Vina Indlands sem boðaður hafði verið þann 15. mars n.k. er frestað um óákveðin tíma þar sem skemmdir á húsnæði og innbúi að Barónsstíg 3 eru það miklar að ekki er fundarfært þar að sinni.

Allt á floti

Það óhapp varð þann 3. mars sl., þegar verið var að grafa fyrir húsgrunni í nágrenni menningarmiðstöðvarinnar Múltikúlti að Barónsstíg 3 að grafa reif upp lagnir með þeim afleiðingum að heitavatnslögn inn í húsnæði Múltikúlti fór í sundur.  En Vinir Indlands hafa aðsetur í þessu húsnæði.  Það þarf varla að fjölyrða um afleiðingarnar þess þegar 5 cm djúpt sjóðandi heitt vatn flýtur um allt húsnæðið með tilheyrandi gufusuðu.  Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu og innbúi.  Félagið Vinir Indlands varð hins vegar ekki fyrir miklu tjóni í þessum hamförum.  Enda hefur starf félagsins gengið út á annað en það að félagið hafi verið að safna að sér veraldlegum munum.

Sjálfboðaliðaferð í júlí – ágúst 2014

Múltikúlti mun standa fyrir sjálfboðaliðaferð sem er sérstaklega ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár.
Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði, þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka sem starfa innan IHA (International Humanist Alliance).  Á Indlandi munu sjálfboðaliðarnir m.a. vinna á heimilum fyrir munaðarlaus börn sem styrkt eru í gegnum Vini Indlands.  Nánari upplýsingar eru að finna á vef Múltikúlti.  Skráning hjá kjartan@islandia.is (s. 8996570)

Hér er hægt að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða til Indands og Kenía í janúar og febrúar 2014:

http://gudruneydis.wordpress.com/

http://annaihjalparstarfi.blogspot.com/

Styrktarkvöldverður 11. janúar n.k.

Haldin verður styrktarkvöldverður þann 11. janúar n.k. kl. 19:00 að Barónsstíg 3, 101 Reykjavík.  Aðgangseyrir er 2.000 kr. Tilefni kvöldverðarins er brottför íslenskra sjálfboðaliða til Indlands og Kenía.   Það fé sem safnast á þessum styrktarkvöldverði mun renna til þeirra verkefna sem sjálfboðaliðarnir munu vinna í ferð sinni næstu 2 mánuðina.

Póstlisti með fréttum frá Vinum Indlands

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á heimsíðu Vina Indlands.  Ein af nýjungunum á heimasíðunni er póstlistakerfi sem gerir mögulegt að senda styrktarforeldrum Vina Indlands og öðrum sem áhuga hafa á starfi félagsins reglulega fréttir af starfi félagsins.  Við höfum kannski ekki verið nógu dugleg við að koma á framfæri því sem hefur verið að gerast hjá félaginu.  En vonandi getum við bætt úr því.  Þeir sem lent hafa á þessum póstlista fyrir misskilning biðjum við velvirðingar á ónæðinu og bendum þeim jafnframt á að auðvelt er að afþakka slíkan tölvupóst framvegis  með því að smella á þar til gerðan tengill í fréttabréfinu sem sendur er út með póstlistanum.

Þeim sem ekki eru nú þegar á listanum en áhuga hafa á því að fá reglulega fréttir af Vinum Indlands er bent á að skrá sig á póstlistinn en möguleiki til þess er að finna neðst á forsíðu heimasíðunnar.