Jólakort frá börnum og mögulegar pakkasendingar

Félagið var að fá sendingu sem hafði að geyma hluta af jólakortunum frá börnunum á Indlandi.  Þessi jólakort ættu að berast styrktarforeldrum viðkomandi barna á næstunni.  Vonandi skilar restin af jólakortunum sér til landsins fyrir jól.

Þess má geta að 8 vakir sjálfboðaliðar leggja í ferð til Indlands þann 13 janúar n.k. og þeir sem vilja nota ferðina til að koma einhverjum pakka eða umslagi til fósturbarna eða heimila geta haft sambandi við Sólveigu annað hvort í netfantið solveigjonas(hjá)gmail.com eða síma 693-6810

Uppbygging á aðstöðu til fjarnáms

Í nóvember sl. hófst tilraun með fjarnám á einni af þeim fræðslumiðstöðvum sem Vinir Indlands er að styrkja á Indlands.  Í fyrsta námskeiðinu eru 20 nemendur.  Um er að ræða verslunarnám sem leiðir til eins konar verslunarprófs sem gera á nemendurnar hæfa til þess að starfa í verslun og þjónustufyrirtækjum, sem sölumenn, markaðsfólk, afgreiðslustörf í verslunum.   Verslunarnámsefni þetta er hannað af Kanadísku fyrirtæki í samvinnu við heimamenn.

Þetta fjarnám mun einnig vera í boði fyrir lítt menntaða verkamenn sem hugsanlega er hægt að hjálpa með því að bjóða þeim upp á þennan möguleika til starfþjálfunar.  Á Indlandi eru verslunarstörf mun betur launuð heldur en ófaglærð landbúnaðarstörf.  Mikið er um fyrrverandi landbúnaðarverkamenn í fátækrahverfum stórborga á Indlandi.  Þetta fólk hefur leitað þangað eftir vinnu en möguleikar þeirra á atvinnumarkaði í borgum eru slæmir þar sem þeir hafa enga reynslu af verslunar- og þjónstustörfum.  Með svona fjarnámi má bæta úr því.

Til þess að fjarnám þetta sé mögulegt þarf fartölvur.   Ef þú átt eða veist um notaða fartölvur sem þú ert tilbúinn til þess að gefa í þetta verkefni þá væri það vel þegið.  EF einhverjar fartölvur verða gefnar í þetta verkefni þá er ráðgert að íslensku sjálfboðaliðarnir sem fara út til Indlands í janúar taki þær með sér og afhendi þær í fræðslumiðstövunum.  Til viðbótar fræðslumiðstöðvunum þá vantar einnig fartölvur á heimili barna því mikilvægt er að þau læri á tölvur.

Ef einhver vill gefa notaða fartölvu í þetta verkefni þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á postur(hjá)vinirindlands.is

Ef þú átt ekki gamla fartölvu til þess að leggja í þetta verkefni en langar að leggja þessu verkefni lið þá er námskeiðsgjaldið fyrir hvern nemanda í þessu verslunarnámi c.a. 7.000 íslenskar krónur.  Þannig að það er líka mögulegt að gefa mjög fátækum einstaklingum færi á að komast í þetta fjarnám.

 

Verndaðu umhverfið og gerðu góðverk

Græn framtíð

Við viljum benda á að Græn framtíð, Síminn og Pósturinn munu frá 6. desember 2013 fram til jóla standa fyrir söfnunarátaki þar sem tekið verður við gömlum farsímum og þeim gefið framhaldslíf.  Símarnir verða gerðir upp eða notaðir í varahluti og allur ágóði mun renna til góðgerðarfélags að þínu vali.  Vonandi munu einhverjir muna eftir Vinum Indlands í þessu átaki.  Nánari upplýsingar um þetta söfnunarátak má finna með því að smella á þennan tengill.

Indversk stjórnvöld styðja starf Vina Indlands

tonleikar_okt2013das

Á styrktartónleikum Vina Indlands þann 23. okt. sl. færði H.E. Ashok Das sendiherra Indlands á Íslandi okkur þær fréttir að indverk stjórnvöld hefðu ákveðið að veita Vinum Indlands á Íslandi styrk til þess að félagið megi kynna betur indverska menningu hér landi.  Við lítum á þetta sem mikla viðurkenningu fyrir félagið.  Myndin hér fyrir ofan var tekin við þetta tilefni. Með sendiherranum á myndinni eru félagar úr karlakórnum Fóstbræðrum en þeir komu fram á styrktartónleikunum.

Stærstur hluti starfsemi félagsins snýst um að styrkja heimili munaðarlausra barna á Indlandi og önnur slík verkefni, svo mun verða áfram. Hins vegar eru innan vébanda Vina Indlands margir einstaklingar sem hafa mikin áhuga á indverski menningu.  Hefur sá áhugi brotist út með ýmsum hætti í starfi félagsins.  Með þessum styrk mun félaginu gefast betra tækifæri til þess að koma indverskri menningu á framfæri við landann.  Núna er t.d. í undirbúningi Indversk kvikmyndahátíð sem haldin verður á árinu 2014 en félagið beitti sér fyrir því að slík hátið var haldin á árinu 2012.  Auk þess sem svigrúm verður til þess að standa fyrir einhverjum fleiri viðburðum þar sem indversk menning verður kynnt.

Rétt er að taka fram að þessi menningarstarfsemi félagsins verður haldið aðskyldri frá annarri starfsemi félagsins og mun ekki bitna á því.

Styrktartónleikar 23. október 2013

tonleikar_okt2013

Styrktartónleikar Vina Indlands verða haldnir í Sigurjónssafni 23. október kl. 20:00.  Karlakórinn Fóstbræður syngur, Andres Ramone, Kolbeinn Bjarnason, Frank Aarnik og Kamalakanta Nieves flytja klassísk indversk sönglög, Gréta Salóme Stefánsdóttir mundar fiðluna, Gunnar Kvaran flytur ljóð, sjálfboðaliðar segja frá starfi félagsins.  Miðaverð er 3.000 kr.  Miðar til sölu í Múltikúlti, Barónsstíg 3 og við innganginn.

Forvarnarfræðsla gegn kynferðisofbeldi á börnum

training_2013_blatt_afram

Undanfarið hafa verið haldin námskeið í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og öðru ofbeldi gegn börnum á öllum heimilum barna sem Vinir Indlands eru að styrkja á Indlandi. Indverskir samstarfsaðilar okkar hafa séð um þessa fræðslu.  Svona fræðsla er mjög vandasöm og vorum við heppin að til starfans var valin mjög hæf indversk fyrrverandi lögreglukona. Þegar námskeiðahaldið var í undirbúningi naut hún fræðslu frá samtökunum Blátt áfram þannig að fræðslan var að hluta til byggð á fræðsluefni sem kennt er hér á landi.  Þessi aðstoð var mikils virði fyrir okkur í Vinum Indlands og eru við mjög þakklát Blátt áfram fyrir það.  Auk þess að halda fyrirlestra fyrir drengi og stúlkur í aðgreindum hópum þá ræddi leiðbeinandinn einslega við öll börnin um þessi mál.

 

Töfrar og tötrar Indlands – ferð í janúar 2014

Töfrar og tötrar Indlands

Við viljum vekja athygli á áhugaverðum ferðamöguleika þar sem Íslendingum gefst einstakt tækifæri til að upplifa töfra og tötra Indlands í tveggja vikna ferð dagana 5. til 19. janúar 2014. Með aðstoð innlendra fararstjóra verður gefin innsýn í aðstæður Indversks almennings, matargerð, menningu og trú sem mótast hefur í flóknu samspili um aldir. Heimsóttar verða sex borgir, merkir staðir skoðaðir og efnt til samtals við heimamenn.  Nánari upplýsingar eru að finna á fasbókarsíðu ferðarinnar.

Sjálfboðaliðaferð á vegum Múltíkúltí – janúar og febrúar 2014

sjalfbodalidaferdir

Ferðin er sérstaklega ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár. Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði, þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka sem starfa innan IHA (International Humanist Alliance).

Á meðal verkefna eru:

  • Eftirlit og umönnun munaðarlausra barna. Sjálfboðaliðarnir heimsækja og dvelja á heimilum fyrir munaðarlaus börn bæði í Indlandi, Kenía og Tansaníu og taka þátt í daglegu starfi heimilanna.

  • Forvarnir og fræðsla um HIV smit í Kenía og Tansaníu. Sjálfboðaliðar, ásamt þarlendum jafnöldrum, heimsækja HIV smituð börn og fullorðna og taka þátt í fræðslu meðal ungs fólks um HIV smit.

  • Ýmis verkefni sem tengjast ræktun, vatnsöflun o.fl.

Auk þess verða heimsóttir áhugaverðir staðir, s.s. hof hindúa í Indlandi og Serengeti þjóðgarðurinn í Tansaníu.

Áður en lagt er af stað sækja sjálfboðaliðarnir 2 helgarnámskeið þar sem fræðst verður um verkefnin og grundvöll starfsins.

Fyrra námskeiðið verður haldið 28.-29. september 2013, frá kl. 10:00 - 15:00.

Múltíkúltí, Barónstíg 3, 101 Reykjavík.

Skráning hjá kjartan@islandia.is (s. 8996570)

 

Hér er hægt að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða til Indands

og Kenía í janúar og febrúar 2013:

http://ferdafjorlaru.blogspot.com

blogs.kilroy.eu/agnes

http://thoreyjona.com

http://aevintyraferd.blogspot.com

 http://selmahilmis.wordpress.com

 Blogg frá fyrri ferðum:

www.berglindeyjolfs.blogspot.com og www.mariposa.blog.is og http://www.herdisgunnars.blogspot.com/ og http://harpaberg.blogspot.com/ oghttp://agnesogarni.blogcentral.is/ oghttp://tarabrynjars.blogcentral.is/

Horfin arfleifð eftir Kiran Desai komin út

Kiran-Desai-228x300

Múltikúlti hefur gefið út bókina Horfin arfleifð eftir indverska höfundinn Kiran Desai. En höfundurinn er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem hefst þann  8. september 2013. Horfin arfleifð hlaut Booker verðlaunin eftirsóttu og er Kiran Desai yngsta konan sem hlotið hefur þá viðurkenningu. Hér má heyra viðtal Kjartan Jónsson þýðanda bókarinnar á RÚV í tilefni af útkomu bókarinnar.  http://www.ruv.is/bokmenntir/kiran-desai-kjartan-jonsson-segir-fra